Mobile Accessibility er sérstakur hugbúnaður frá Code Factory, sem er í eigu Spænsku blindrasamtakanna. Hann gerir blindu og sjónskertu fólki kleift að nota snjallsíma með því að tengjast talgervli. Viðmótið hefur verið einfaldað að mun. Blindrafélagið hefur ákveðið að láta þýða Mobile Accessibility á íslensku.
Talkback er aðgengisbúnaður sem er hluti aðgengislausna Android-kerfisins. Sá sími, sem fjallað er um hér, er Samsung Galaxy S3 GT9000 með stýrikerfi 4.1.2. Með útgáfu 4.2 batnar aðgengið að mun.
Talsvert hefur verið fjallað um íslenska leitarvél Google og ekki að ástæðulausu. Það hefur hins vegar vafist fyrir ýmsum hvernig eigi að stilla Android-símana til slíkra nota. Nú skilur Samsung-síminn minn loksins íslenskt, mælt mál.
Í kvöld kom kunningi okkar í heimsókn. Sá er mikill ástríðumaður um tölvur og hefur nýlega keypt sér Android-spjaldtölvu af gerðinni Samsung með stýrikerfi 4.1.2. Í fikti okkar komumst við að því að leiðsagnarforritið Navigation í tölvunni gerði honum kleift að segja íslensk nöfn á götum og húsanúmer, þó með þeim annmörkum að hann varð að hafa fyrstu fjórar tölurnar í nefnifalli, samanber Lindarbrautþrír.
Þegar hann var farinn hófst ég handa við að samhæfa símann hjá mér því sem kallast Scandinavian Keyboard og Icelandic Dictionary eftir Sverri Fannar. En fyrst varð ég að kveikja á Talkback-forritinu og slökkva á Mobile Accessibility. Þá fór ég í Speaksearch og las inn á íslensku nokkur leitarorð. Síminn fann ýmislegt á vefnum og birti niðurstöðurnar á augabragði. Þannig komst ég að því að kunningi minn hafði sett húsið sitt í sölu og auglýst á mbl.is og að svili minn var í framboði til Stjórnlagaráðs.
Fyrst, þegar ég leitaði að sjálfum mér, ruglaðist forritið á mér og Arnóri Fannari, en skildi í annarri tilraun að ég væri að leita að minni auvirðilegu persónu.Ég reyndi síðan aðferðina með Mobile Speak. Það virtist ekki ganga að öllu leyti því að Mobile Accessibility þekkir ekki íslenskt lyklaborð. Þó má vera að hægt sé að hringja í símanúmer með nokkrum tilfæringum með því að lesa númerin inn á íslensku, þegar Mobile Accessibility er notað, en hæpið er að það borgi sig. Niðurstaðan er því þessi:
Leitarvél Google skilur merkilega vel íslensku. Nauðsynlegt er að fara fram á við Code Factory að Mobile Accibility þekki Scandinavian Keyboard og helst ætti að breyta hönnun forritsins þannig að það aðlagaði sig að þeim lyklaborðum sem valin eru hverju sinni. Hjá mér er það Scandinavian Keyboard og Sansung lyklaborð.
Þá virðist Mobile Accessibility breyta sumum skjáskipunum Talkback þannig að endurstilla þurfi kerfið þegar Talkback er notað. Er það ótvíræður ókostur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Tölvur og tækni, Vefurinn | 23.6.2013 | 01:03 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 319785
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.