Rökrétt ákvörðun

Það vakti furðu margra þegar undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjaldsins hófst. Þótt deila megi um þá ákvörðun stjórnvalda að ráðast í að lækka veiðigjaldið og þótt vantrúar gæti í garð LÍÚ vegna málflutnings útgerðarmanna, fer ekki hjá því að menn átti sig á að frumvarpið, sem lagt var fyrir Alþingi í sumar, snerti ekki þann grunn sem fiskveiðistjórnin ætti að standa á, þ.e. að veiðilendur hafsins séu eign þjóðarinnar. Reynt hefur verið að koma þessu ákvæði inn í stjórnarskrá lýðveldisins nokkrum sinnum, en ævinlega hafa þær tilraunir verið í skötulíki. Það var rétt af Ólafi Ragnari að staðfesta lögin. Hann átti ekki annarra kosta völ. Fyrst verður hægt að bera lög um fiskveiðar undir dóm þjóðarinnar þegar þau snerta eignarréttinn á auðlegðinni sem í hafinu býr. Þetta vita flestir og þeir sem tala með öðrum hætti telja sig fylgja meirihlutanum að málum.
mbl.is Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband