Tímamótafjölmiðill í burðarliðnum

Á föstudaginn kemur, 6. september, kemur út fyrsta hefti tímaritsins Skástriks. Það væri vart í frásögur færandi nema vegna þess að tímaritið verður eingöngu gefið út á vefnum og allir, sem skilja íslensku, geta lesið það.

Tímaritið birtist sem rafbók á EPUB- og Kindle-sniði eða sem hljóðbók. Menn geta því halað það niður á snjallsíma, spjaldtölvur eða borðtölvur, sem eru með búnað til lestrar á rafbókum. Þá geta menn einnig náð í hljóðskrár með efni tímaritsins.

Höfundi þessa pistils virðist það í fyrsta sinn sem þess er gætt að hafa aðgengi í fyrirrúmi og er það aðstandendum Skástriks til mikils sóma. Eykur það möguleika allra á að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni.

Aðstandendum er óskað til hamingju með framtakið um leið og þeim er árnað allra heilla.

Upplýsingar um tímaritið er að finna á slóðinni http://skastrik.is

Aðstandendum er óskað til hamingju með framtakið um leið og þeim er árnað allra heilla.

Upplýsingar um tímaritið er að finna á slóðinni http://skastrik.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband