"Danir eru drengir gópir og duga jafnan þeim sem betur mega," sagði Þorleifur Repp. Þessi orð komu mér í hug þegar ég las eftirfarandi viðtal við Steingrím J. Sigfússon, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 2. september. Menn athugi að munurinn á Dönum og Íslendingum er sá að hinir síðarnefndu eru ekki í Evrópusambandinu og Færeyingar reyndust Íslendingum vinir á raunastundu.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir að í óformlegum samskiptum við færeysk stjórnvöld hafi Íslendingar komið þeim sjónarmiðum á framfæri að ekki væri heppilegt að Færeyingar lönduðu makrílafla á Íslandi.
Verja sig ásökunum
Hann segir að menn hafi metið stöðuna sem svo að ágætt væri ef ekki reyndi á að Íslendingar þyrftu að taka afstöðu til þess hvort Færeyingum yrði leyft að landa makríl eða síld á Íslandi. ,,Það var farið yfir þetta á þeim nótum að kannski væri ágætt ef ekki reyndi á það. Þá voru menn að huga að hinni taktísku stöðu. Að verja sig fyrir ásökunum frá Norðmönnum og ESB um að þessar þjóðir stunduðum einhvers konar stjórnlausar veiðar. Því töldum við það hag beggja að betra væri ef ekki reyndi á það að ríkin þyrftu á hvort öðru að halda með gagnkvæmum löndunum. Auðvitað er það líka sterkast fyrir hvort ríki um sig að ná sínum hlut án þess að þurfa að landa í höfnum annarra ríkja eða veiða í lögsögu annarra ríkja. Það styrkir samningsstöðu Íslands jafnt og þétt að við getum náð makrílnum í eigin lögsögu og löndum honum í okkar eigin höfnum," segir Steingrímur.
Þetta sagði Steingrímur þegar hann var spurður út í orð Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í færeyska ríkisútvarpinu. Þar sagði hann að í fyrra hefðu Færeyingar fengið þau skilaboð að íslensk yfirvöld vildu ekki að færeysk skip kæmu til Íslands til að landa makríl og síld.
Sigurgeir Þorgeirsson, samningamaður Íslands í makríldeilunni, sendi færeyska ríkisútvarpinu bréf í kjölfar fréttarinnar. Sagði hann þar að ekkert bann væri í gildi um að ekki mætti landa síld úr færeyskum skipum í íslenskum höfnum og að slíkt bann hefði aldrei verið í gildi.
Sjálfvirkt löndunarbann
Hvað makrílinn varðar benti hann á að ekkert samkomulag væri um veiðarnar. Við slíkar aðstæður er í raun um sjálfvirkt löndunarbann að ræða á öll erlend skip sem vilja landa makríl á Íslandi. Sjávarútvegsráðherra gæti á hinn bóginn gert undantekningar á þessu banni við sérstakar aðstæður, eins og gert hefði verið fyrir grænlensk skip í sumar sem og árið 2012. Steingrímur tekur undir orð Sigurgeirs og bætir við. Það reyndi aldrei á það hvort Færeyingar vildu landa makríl á Íslandi."
Færeyingar gera ráðstafanir
Refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Færeyingum tóku gildi á miðnætti sl. þriðjudag. Þær fela m.a. í sér löndunarbann á makríl og síld í höfnum innan sambandsins. Hefur m.a. höfnum í Danmörku verið lokað fyrir færeyskum skipum sem hyggjast landa síld eða makríl. Þá bönnuðu yfirvöld í Noregi löndun á síld frá Færeyjum fyrir helgi.
Um helmingur útflutnings Færeyinga á makríl hefur farið til landa innan Evrópusambandsins en um þriðjungur síldarinnar.
Sjávarútvegurinn í Færeyjum hefur gert ráðstafanir til þess að koma makríl og síld á markað. Tegundirnar verða seldar í Rússlandi og í Afríkuríkjum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 3.9.2013 | 08:37 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.