Fyrsta tölublað Skástriks komið út

Í dag kom fyrsta tölublað Skástriks út, en það er eingöngu gefið út sem tölvublað, skjáblað eða rafblað, allt eftir því hvað menn vilja nefna það.

Vissulega ber blaðið nokkur einkenni byrjandans, en þó er greinilegt að þeir sem rita í blaðið, hafa vandað vel til verka. Fréttaskýringar eru bæði fróðlegar og skemmtilega skrifaðar. Þó er hætt við að sumt af því, sem skrifað er um erlend málefni, sé næstum orðið úrelt. Kosturinn er þó sá að umfjöllunin er vönduð svo langt sem hún nær og skrifuð á íslensku. Þá hefur mikil vinna verið lögð í innlendar stjórnmálaskýringar og þar ýmislegt tínt til sem fengur er að.

Höfundur þessa pistils getur ekki leynt því að hann hlakkaði jafnmikið til útkomu fyrsta tölublaðsins og hann hlakkaði áður til jólanna. Blaðið er skemmtilegt og fróðlegt og afar auðvelt aflestrar. Gildir það jafnt um hvort lesið er í tölvu eða í snjallsíma. Notalegt er að halda á símanum í lófanum og láta talgervil lesa fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband