Hroðvirkni Fréttastofu Ríkisútvarpsins ríður vart við einteyming. Tekin skulu þrjú dæmi:
Um daginn var greint frá fyrstu háskólaritgerð á blindraletri, sem skilað hefði verið hér á landi. Leiðrétting var send til fréttastofunnar að fyrstu ritgerðinni á blindraletri hefði verið skilað við Háskóla Íslands árið 1978. Fréttastofan hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta þetta.
Laugardaginn 19. október var greint frá formannaskiptum á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. Sagt var að atkvæðisrétt hefðu haft allir formenn bandalagsins, en samtals voru greidd tæplega 100 atkvæði á fundinum. Nú eru aðildarfélögin 37. Hvernig stenst þessi frétt? Hvert aðildarfélag sendir þrjá fulltrúa á aðalfund bandalagsins og er því nær að áætla að fundinn hafi ekki setið allir kjörnir fulltrúar, en kosningaréttur er ekki einskorðað eingöngu við formennina.
Þriðja dæmið er afleitt. Í fréttum dagsins í dag, 20. október, hefur Kári gylfason, fréttamaður, tönnlast á Djei Pí Morgan. Hvers vegna les hann ekki skammstöfunina J. P. á íslensku? Hvernig myndi hann lesa þýsku skammstöfunina BMV eða FW?
Það er ekki einungis hroðvirknin sem ræður ríkjum, heldur virðist hluti fréttamanna taka virkan þátt í þeirri aðför að íslenskri tungu sem nú á sér víða stað. Eitt dæmið í hádegisfréttum var eignarfall orðsins bygging. Í frétt var a.m.k. tvítekið eignarfallið byggingu.
Guð varðveiti íslenska tungu og Fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Um daginn var greint frá fyrstu háskólaritgerð á blindraletri, sem skilað hefði verið hér á landi. Leiðrétting var send til fréttastofunnar að fyrstu ritgerðinni á blindraletri hefði verið skilað við Háskóla Íslands árið 1978. Fréttastofan hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta þetta.
Laugardaginn 19. október var greint frá formannaskiptum á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. Sagt var að atkvæðisrétt hefðu haft allir formenn bandalagsins, en samtals voru greidd tæplega 100 atkvæði á fundinum. Nú eru aðildarfélögin 37. Hvernig stenst þessi frétt? Hvert aðildarfélag sendir þrjá fulltrúa á aðalfund bandalagsins og er því nær að áætla að fundinn hafi ekki setið allir kjörnir fulltrúar, en kosningaréttur er ekki einskorðað eingöngu við formennina.
Þriðja dæmið er afleitt. Í fréttum dagsins í dag, 20. október, hefur Kári gylfason, fréttamaður, tönnlast á Djei Pí Morgan. Hvers vegna les hann ekki skammstöfunina J. P. á íslensku? Hvernig myndi hann lesa þýsku skammstöfunina BMV eða FW?
Það er ekki einungis hroðvirknin sem ræður ríkjum, heldur virðist hluti fréttamanna taka virkan þátt í þeirri aðför að íslenskri tungu sem nú á sér víða stað. Eitt dæmið í hádegisfréttum var eignarfall orðsins bygging. Í frétt var a.m.k. tvítekið eignarfallið byggingu.
Guð varðveiti íslenska tungu og Fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.10.2013 | 14:13 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála. Fréttastofa RUV á að ganga á undan með góðu fordæmi.
Sæmundur Bjarnason, 20.10.2013 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.