Af hverju Djei Pí en ekki J P?

Hroðvirkni Fréttastofu Ríkisútvarpsins ríður vart við einteyming. Tekin skulu þrjú dæmi:
Um daginn var greint frá fyrstu háskólaritgerð á blindraletri, sem skilað hefði verið hér á landi. Leiðrétting var send til fréttastofunnar að fyrstu ritgerðinni á blindraletri hefði verið skilað við Háskóla Íslands árið 1978. Fréttastofan hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta þetta.
Laugardaginn 19. október var greint frá formannaskiptum á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. Sagt var að atkvæðisrétt hefðu haft allir formenn bandalagsins, en samtals voru greidd tæplega 100 atkvæði á fundinum. Nú eru aðildarfélögin 37. Hvernig stenst þessi frétt? Hvert aðildarfélag sendir þrjá fulltrúa á aðalfund bandalagsins og er því nær að áætla að fundinn hafi ekki setið allir kjörnir fulltrúar, en kosningaréttur er ekki einskorðað eingöngu við formennina.
Þriðja dæmið er afleitt. Í fréttum dagsins í dag, 20. október, hefur Kári gylfason, fréttamaður, tönnlast á Djei Pí Morgan. Hvers vegna les hann ekki skammstöfunina J. P. á íslensku? Hvernig myndi hann lesa þýsku skammstöfunina BMV eða FW?
Það er ekki einungis hroðvirknin sem ræður ríkjum, heldur virðist hluti fréttamanna taka virkan þátt í þeirri aðför að íslenskri tungu sem nú á sér víða stað. Eitt dæmið í hádegisfréttum var eignarfall orðsins bygging. Í frétt var a.m.k. tvítekið eignarfallið byggingu.
Guð varðveiti íslenska tungu og Fréttastofu Ríkisútvarpsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alveg sammála. Fréttastofa RUV á að ganga á undan með góðu fordæmi.

Sæmundur Bjarnason, 20.10.2013 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband