Framboð aldraðra og öryrkja ekki útilokað

Eins og kom fram á þessari síðu var samræðum á milli fulltrúa Átakshóps öryrkja og Baldurs Ágústssonar, fyrrum flugumferðastjóra, um framboð aldraðra og öryrkja slitið fyrir skömmu. Ástæðan var m.a. sú að bakland Baldurs á meðal aldraðra vitist ekkert vera og því tilgangslaust að halda áfram.

Nú er verið að leita leiða til þess að hrinda af stað alls herjar hreyfingu á meðal aldraðra og öryrkja um slíkt framboð. Ættu úrslit að ráðast um miðja þessa viku. Átakshópur öryrkja heldur fund kl. hálf fimm á morgun þar sem farið verður yfir málin, en hugsanlegur samstarfsaðili eru Baráttusamtök aldraðra og öryrkja.

Það hefur að vísu gerst nú um helgina að Vinstri grænir hafa komið fram með stefnuskrá sem yfirbýður flest sem hægt er að yfirbjóða og vafalaust kann það að hafa áhrif á einhverja úr okkar hópi. Ég verð samt var við að ýmsir úr hópi aldraðra og öryrkja treysta hvorki þeim né öðrum stjórnmálaflokkum til þess að leiða velferðarmálin farsællega til lykta og þannig talar fólk úr öllum flokkum. Persónulega, eins og sagt er, get ég vart hugsað mér að kjósa Vinstri græna í næstu kosningum vegna reynslu minnar af samskiptum við ónefnt forystulið þessara samtaka. Í þeim samskiptum var ekki hugað að málstað fatlaðra heldur hann algerlega borinn fyrir borð að ósekju.

Vafalaust finna allir einhverja sökudólga í öllum flokkum, sem þeim hugnast ekki. Þannig er þetta nú með mig, að einhvern annan flokk kýs ég en Vinstri græna, vonandi sameiginlegt framboð aldraðra og öryrkja. Ekki fer fyrir mér eins og Framsóknarmanninum sem kom inn á skrifstofu Framsóknarflokksins í kosningunum 1998. Hann sagðist hafa ætlað að kjósa tiltekinn flokk, en þegar hann sá gamla B-ið sitt gat hann ekki annað en kosið Framsókn eins og fyrri daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband