Gráglettni tölvuforrita

Ég hef notað tölvur í 24 ár og get ekki nægilega dásamað mytsemi þeirra og þá gleði sem þær hafa veitt mér.

Eitt besta tólið sem ég nýti mér er leiðréttingarforritið Málfar sem er að finna á slóðinni www.ordabok.is en þar er einnig ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók. Matthías Magnússon, höfundur þessara forrita, gerði í upphafi starfs síns smávægilegar breytingar á hönnun orðabókarinnar til þess að bæta aðgengi að henni og á hann þakkir skildar fyrir. Kosturinn við Ísland á þessu sviði er sá að þjóðin er fámenn og flestir geta komið skoðunum sínum og athugasemdum á framfæri við þá sem þeir óska.

Þegar Málfar er beðið að lesa yfir texta koma stundum fram neyðarlegar tillögur. Sem dæmi má nefna að forritið þekkti ekki orðið bautastein. Stakk það upp á orðinu fautastein í staðinn.

Fleiri, neyðarlegar orðmyndir mætti nefna, en þessi þótti mér sýna dæmi um gráglettni tölvunnar. Sennilega ætti Matthías að huga að þessu og gera Málfar dálitlu jákvæðara. Hver vildi láta reisa sér fautastein?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband