Nú er loksins tekið að lifna yfir kosningabaráttunni a.m.k. í Reykjavík. Í gær efndi Ríkisútvarpið til kosningafunda með fulltrúum á akureyri og í Reykjavík. Í höfuðborginni ræddu menn ýmislegt sem tengdist fremur landsmálum en bæjarmálum.
Athyglisvert var að hlusta á umræðuna um skerðingu framkvæmdasjóðs aldraðra, en þar kom fram að nefskattur sá, sem ætlaður er til uppbyggingar elliheimila og annarra stofnana handa öldruðum, hefur ekki skilað sér allur til þessara framkvæmda. Hér er um að kenna þeim ósið Íslendinga að fjárlög upphefja önnur lög og fjárlög virða ekki lögbundið hlutverk ýmissa sérsjóða. Þannig var þetta t.d. um framkvæmdasjóð fatlaðra. Frá fyrstu tíð var hann skertur og kenndi hver öðrum um. Fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags voru þar engin undantekning og á 9. áratug síðustu aldar barðist Öryrkjabandalagið harðri baráttu við að draga úr þessum skerðingum. Einna harðastur varð slagurinn í desember 1986 þegar skerða átti sjóðinn um 64 milljónir kr og skila einungis 96 af 160 millj. kr. til framkvæmda í þágu fatlaðra. Með samstilltu átaki tókst að endurheimta 36 þessara milljóna.
Þá var einnig rætt um hinar miklu tekjuskerðingar sem er nú að finna í íslenska almannatryggingakerfinu. Einhverjir töluðu um að þessar skerðingar hefðu hafist í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég man ekki betur en Jóhanna hafi verið félagsmálaráðherra en ekki heilbrigðis- og tryggingaráðherra í þeim ríkisstjórnum sem hún sat í. Hins vegar áttu hugmyndirnar um tekjuskerðingar uppruna sinn hjá Framsóknarflokki, en flokkurinn fór með heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Það tókst að mestu leyti að koma í veg fyrir þessar skerðingar. en með Viðeyjarstjórninni snerist flest til hins verra og enn versnaði ástandið þegar Framsókn og íhaldið lögðust í eina sæng árið 1995. Þá fyrst fór að kárna gamanið.
Sannleikurinn er sá að flestar úrbætur, sem Framsóknarflokkurinn hefur gert á almannatryggingalöggjöfinni að undanförnu eru lagfæringar á því sem eyðilagt var um miðjan 10. áratuginn. Í þessu stutta bloggi ætla ég ekki ofan í saumana á þeim aðgerðum sem rýrðu kjör lífeyrisþega og eyðilögðu í raun það kerfi almannatrygginga sem hafði verið fremur heildstætt fram að því.
Loforðin, sem flokkarnir gefa nú fyrir kosningar, eru sum þess eðlis að þau eiga fremur heima á borði ríkisstjórnarinnar. Ef til vill hefur barátta eldri borgara orðið til þess að opna augu ráðherranna fyrir því misrétti sem þeir hafa komið á í samfélaginu þótt sumir þeirra neiti að viðurkenna þann sannleika sem vandaðar skýrslur og úttektir gefa vísbendingu um. Margir öryrkjar finna það best á eigin skinni hver þróunin hefur verið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.5.2006 | 10:36 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.