Eldborgarsalur Hörpu var fullsetinn að kvöldi fyrsta mars þegar ópera þeirra Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, Ragnheiður, var frumsýnd. Flutningurinn var einstaklega vel heppnaður og öllum aðstandendum til mikils sóma.
Þeir félagar, Friðrik og Gunnar, hafa skapað einstætt listaverk á heims mælikvarða. Salurinn fylltist af sorg þegar Ragnheiður var látinn sverja eiðinn og undir lokin, þegar hún háði dauðastríð sitt og síðar, þegar sonur hennar og yndi afa síns hafði verið jarðsunginnn, var andrúmsloftið sorgþrungið. Víða heyrðist fólk snökta og undirrituðum leið eins og í jarðarför góðs vinar eða ættingja.
Mikill og verðskuldaður fögnuður braust út að sýningu lokinni og voru listamenn og höfundar hylltir óspart.
Petri Sakari stjórnaði kór, hljómsveit og einsöngvurum að alkunnri snilld og lauk fólk jafnframt lofsorði á einfalda en áhrifaríka leikmynd Grétars Reynissonar.
Höfundum og öðrum aðstandendum er óskað af fyllstu einlægni til hamingju með þennan verðskuldaða listsigur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist | 2.3.2014 | 00:32 (breytt kl. 00:33) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 319776
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.