Heilbrigð sál í hraustum likama og útskýring á pistli um láglaunastörf

Í vetur barst mér bréf frá stéttarfélaginu mínu þar sem mér var heimilað að sækja um styrkk úr sjúkrasjoði m.a. til líkamsþjálfunar. Ýmislegt hefur orðið til þess að þetta hefur lent í undandrætti hjá mér, ímyndaðar annir, dauflegt sálarástand o.s.frv.

Á fimmtudaginn var hristi ég af mér slenið og pantaði mér einkaþjálfun í Hreyfingu. fyrsti tíminn var í dag og lofaði góðu. Ég tók vel á á þrekhjóli þandi út brjóstkassann, teygði handleggi og fætur, spyrnti og togaði, beygði og sveigði. Ég verð að segja að mér leið óendanlega miklu betur á eftir og held þessu væntanlega áfram tvisvar í viku fyrst um sinn.

Um daginn reitti ég vinkonu mína til reiði með skrifum mínum um fiskvinnslufólk á Íslandi, en hún taldi mig ekki hafa fært næg rök fyrir þeirri skoðun minni að Íslendingar fáist varla til fiskvinnslustarfa. Skulu þau rök nú færð fram:

Það einkennir flestar ef ekki allar svo kallaðar frumvinnslugreinar nema þá helst nokkurn hluta sjómennsku hér á landi, að um er að ræða láglaunastörf. Það er sama hvert litið er í heiminum. Landbúnaður og fiskvinnsla eru láglaunastörf. Fiskvinnslan er erfitt starf og reynir mjög á líkamann. Flestum ef ekki öllum sem starfa við fiskvinnslu er sameiginlegur einn sjúkdómur, gigtin. Ég reyndi fyrir nokkrum árum að kenna konum, sem höfðu unnið í fiski alla starfsævi að lesa blindraletur, en þær voru orðnar tilfinningalitlar í fingrum og gátu ekki numið punktana. Það er í raun mikil sorgarsaga hvernig velgengni Íslendinga byggir á því að eyðileggja líkama þeirra sem afla hráefnisins og vinna úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband