Aumingjagæskan og niðurlæging Framsóknar

Mér hefur jafnan verið hlýtt til Halldórs Ásgrímssonar og tek því nærri mér óheppni hans.

Herinn fer eftir að hann tekur við.

Aðdragandi sveitarstjórnarkosninganna er honum mótdrægur.

Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í því með dyggum stuðningi Sjálfstæðisflokksins eða Sjálfstæðisflokkurinn með dyggum stuðningi Framsóknarflokksins að eyðileggja velferðarkerfið svo að nú er það orðið stefnulaust rekald.

Í gær var athyglisvert viðtal við Bryndísi Schram þar sem hún lýsti því í hverjar ógöngur Íslendingar eru komnir þegar stöðugt fleira fólk þarf á ölmusum að halda til þess að geta skrimt.

Árið 1997 sagði Halldór á Alþingi að jafnan yrði í landinu einhverjir sem ættu bágt. Á austfirsku er mér sagt að slíkur hugsunarháttur heiti %u201Caumingjagæði%u201D og hann hnykkti á þessum ummælum í gær.

Það eina sem getur orðið Framsóknarflokknum til bjargar á næstunni er að hann taki ekki frekari þátt í því að eyðileggja velferðarkerfið. Við viljum ekki vera eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða og viljum ekki bandaríska kerfið. Skilji Framsóknarflokkurinn það ekki verður hann brátt búinn að vera. Nú duga ekki helmingaskiptin lengur.

Ef vel liggur á mér á næstunni mun ég skrifa ítarlega á þessari síðu hvernig Framsóknarflokkurinn hefur gengið á milli bols og höfuðs á velferðarkerfinu, enda er það rétt sem Mogginn bendir á í morgun, að ekki þýðir að skýla sér á bak við aðra flokka þegar vond verk eru annars vegar.

Þá væri einnig ástæða til þess að rifja upp aðgerðir annarra flokka í þessu sambandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband