Nýtt frumvarp um jafnréttismál

Í gær kynnti félagsmálaráðherra nýtt frumvarp um jafnrétti karla og kvenna þar sem tekið er á ýmsum málum. Meðal annars er gert ráð fyrir að launaleynd verði aflétt og vægi úrskurða úrskurðarnefndar jafnréttismála aukið.

Um þetta leyti er útvarpað viðtali við unga sjálfstæðiskonu og samfylkingarman um jafnréttismálin og fleira. Í viðtalinu vakti athygli mína sú skoðun sjálfstæðiskonunnar að með ákvæðinu um afnám launaleyndar væri verið að seilast inn á svið einkalífsins. Það er eftir öðru að sjálfstæðismenn og í þetta skipti konur reyni að reka fleyg á milli jafnréttissinna. Ungir sjálfstæðismenn hafa jafnan verið andvígir því að upplýsingar séu veittar um einstaklinga úr skattskýrslum. Hugsanlega gega þeir fallist á að almennar upplýsingar um skattamál megi nýta í rannsóknum. En afstaða þeirra leiðir til þess að hin karllægu sjónarmið ívilnunar karlmanna hljóta að ráða enn um sinn.

Ef jafnréttislögin verða endurskoðuð á annað borð væri ástæða til að huga að fleiri málum, t.d. jafnrétti fatlaðra. Vonandi ber ný ríkisstjórn gæfu til að huga að þeim málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband