Eva Þórarinsdóttir kom, sá, sigraði og heillaði áheyrendur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 25. september þar sem hún flutti Fiðlukonsert nr. 1 í g-moll (186468) eftir Max Bruch. Leikurinn var einhvern veginn í fullu samræmi við innihald verksins sem er einkar vel úr garði gert fyrir sinfóníuhljómsveit og einleikara, svo að hljómsveitin kæfir hann aldrei. Hljómsveitarstjóri var Lionel Bringuier.
Ekki fer hjá því að áheyrendur átti sig á skyldleika fiðlukonserta Bruchs og Brahms, en sá síðar nefndi samdi sinn konsert 10 árum síðar. Þeir Brahms og Bruch sömdu konserta sína báðir fyrir ungverska fiðlusnillinginn Joseph Joachim, sem gaf höfundunum góð ráð og hjálpaði Bruch að koma konsertinum í endanlegt form. Hann frumflutti konsertinn í Bremen í janúar 1868 og lét þau orð falla um verkið að það væri mest hrífandi fiðlukonsert sem hann þekkti til segir Árni Heimir Ingólfsson í efnisskrá tónleikanna sem er einkar vel samin.
Eftir hlé var 5. sinfónía Gústavs Mahlers flutt. Sinfónían, sem er í 5 þáttum, hefst á eins konar útfararmarsi, en tónskáldið var haldið mikilli dauðahræðslu um það leyti sem sinfónían var samin. Framvinda verksins er með eindæmum og kemur áheyrandanum stöðugt á óvart. Margs konar stílbrigði flækjast þar hvert innan um annað, valsar, ýmiss konar léttmeti og háalvarleg stef sálarnærandi hrærigrautur. Endirinn er hressandi og glaðlegur, enda lifði Mahler sinfóníuna af.
Undirritaður áttaði sig á því að sinfónían hefur orðið ýmsum innblástur. Þekktastur hér á landi er ástarsöngur Ragnheiðar og Daða í óperu þeirra Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, enda hafði einn gagnrýnandi óperunnar orð á að Gunnar kynni sinn Mahler. Þá má geta þess að í lokaþætti kínversku byltingarsinfóníunnar Shajiabang, sem var samin snemma á 7. áratug síðustu aldar og endurskoðuð 1970, mótar vissulega fyrir mahlerskum áhrifum í lokaþætti verksins. Hún á það reyndar sameiginlegt að vera samin fyrir sinfóníuhljómsveit og kór eins og flestar sinfóníur Mahlers. Einsöngvarar í Shajiabang syngja að hætti Pekingóperusöngvara.
Túlkun hljómsveitar og hljómsveitarstjórans var hrífandi. Stundum óskaði undirritaður þess að strengjasveit hljómsveitarinnar væri ögn fjölmennari, en jafnvægið var samt með ágætum. Ekki spillti dásemdarhljómur Eldborgar fyrir flutningnum.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | 26.9.2014 | 17:36 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.