Vafasöm ráðstöfun fjármuna?

Í Morgunblaðinu í dag er frétt um að Öryrkjabandalag Íslands hafi fagnað því í gær að hafa flutt í nýtt húsnæði við Sigtún í Reykjavík. Húsnæðið var keypt fyrir arf sem bandalagið hlaut eftir Ólaf Gísla Björnsson.
Ólafur Gísli lést árið 2002 og arfleiddi Öryrkjabandalagið af nokkrum tugum milljóna króna auk tveggja íbúða. Það kom öllum í opna skjöldu að þessi fatlaði blaðburðarmaður skyldi hafa stefnt að því alla sína starfsævi að styrkja heildarsamtök fatlaðra með þessum hætti.
Ég hlýt að velta fyrir mér hvort fjármunum Ólafs Gísla sé vel varið með þessum húsnæðiskaupum. Sjálfum finnst mér sem stjórn og starfsfólk Öryrkjabandalagsins hafi með þessum ráðstöfunum forðað sér frá nábýli við nokkurn hluta skjólstæðinga bandalagsins. Er þetta kannski einn anginn af þeim meiði að þora ekki að takast á við raunveruleikann? Skyldi næsta skref verða að breyta nafni Öryrkjabandalags Íslands í eitthvað annað? Nú er Styrktarfélag vangefinna ekki til, heitir nú Styrktarfélagið Ás og Hússjóður Öryrkjabandalagsins heitir nú Brynja. Fagfólk hefu þvingað orðinu punktaletri upp á blint fólk sem hafði vanist orðinu blindraletur o.s.frv.
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að Öryrkjabandalag Íslands hafi nú fjarlægst umbjóðendur sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband