Vægðarlaus forheimskum

Ásmundur Friðriksson frá Vestmannaeyjum hefur sýnt af sér vítaverða fávisku með spurningu sinni á Fésbókinni um rannsókn á bakgrunni múslíma. Féttamaður Ríkisútvarpsins saumaði að honum í hádegisfréttum og stillti honum upp við vegg. Fréttamaðurinn hefur e.t.v. vitað að engin lög stæðu til þess að slík rannsókn færi fram, eins og Ásmundur ýjaði að.
Spyrja mætti hvort bakgrunnur allra Norðmanna hafi verið kannaður, sem hingað koma til lands eftir fjöldamorðin sumarið 2011. Það eru 15-20 Norðmenn fyrir hvern Íslending og samkvæmt hugsunargangi Ásmundar ætti því að vera nokkur hætta á ferðum.
Á Fésbókinni geysar hættuleg og öfgakennd umræða um minnihlutahópa í íslensku samfélagi. Þar er fólk, sem telur sig sannkristið ekki skárst. Grimmdin og miskunnarleysið er algert.
Ásmundur kemur úr vægðarlausu og grimmu samfélagi í Vestmannaeyjum þar sem ráðríkur meirihluti hefur einatt velgt þeim undir uggum sem reyna að synda gegn straumnum. Lítið leggst fyrir þingmanninn þegar hann í heimsku sinni og fáfræði um lög landsins kastar fram fyrirspurn sem ýfir öldur sem ef til vill verður erfitt að lægja. Því er spurn hvort slíkum manni sé sætt á Alþingi.


mbl.is Ríkið rannsaki ekki fólk á grundvelli trúarskoðana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband