Í þættinum Culture Shock á BBC var greint frá því um daginn að sænsk þingkona hefði lagt fram lagafrumvarp þess efnis að heimilt yrði að gefa út læknaávísanir (reseptir) á menningu. Í könnun, sem nýlega hefur verið birt í Svíþjóð og á að sögn BBC hliðstæður í öðrum löndum, kom í ljós að þeir, sem sækja menningarviðburði eins og sígilda tónlist, leiksýningar, málverkasýningar o.fl., lifa að meðaltali 10 árum lengur en fólk sem ástundar miður holla iðju, eins og sjónvarpsgláp með tilheyrandi neyslu sælgætis og skyndifæðis. Í samtali við þingkonuna kom fram að sænskir læknar gefa út tilvísanir á líkamsræktarstöðvar enda telja þeir að hvers kyns hreyfing og áreynsla sé af hinu góða.
Í viðtalinu kom einnig fram að ómenntað fólk og þeir, sem vinna erfiðisvinnu, hafi ekki tök á að veita sér þann munað að sækja ýmsa menningaratburði og hafi ef til vill ekki lært að njóta sígildrar menningar. Telur hún að menningartilvísanir lækna gætu bætt lífsgæði þessa þjóðfélagshóps.
Mér datt í hug að með því að gefa út tilvísanir á tónleika í nýja tónlistarhúsinu ynnist margt: Fólk fengi meiri lífsfyllingu, rándýr sérheita- og samheitalyf spöruðust, nýting hússins batnaði og menningin efldist. Sem sagt: Er ekki rétt að næsti heilbrigðisráðherra hugaði að þessu og skipaði nefnd til þess að rannsaka áhrif menningar á heilsu fólks? Ef til vill væri rétt að heilbrigðisráðuneytið skipaði einn fulltrúa í stjórn hússins og sjúklingasamtök eins og SÍBS, Geðhjálp og MS-félag Íslands ættu fulltrúa í stjórn væntanlegra hollvinasamtaka þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.3.2007 | 21:53 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.