Atvinnuleysi brátt á enda í bili.

Hinn fimmtánda mars síðastliðinn, daginn sem ég átti 20 ára ástarafmæli, tók ég blaðamannapróf hjá Morgunblaðinu. Í raun hefði ég átt að taka slíkt próf um leið og ég útskrifaðist úr hagnýtri fjölmiðlum árið 1998, en þá leyfði tæknin það ekki.

Í gær var mér sagt að ég hefði staðist prófið og áðan var mér boðið starf sem blaðamaður í sumar. Þetta eru mér mikil gleðitíðindi. Vonandi leysum við ýmis tæknimál sem fylgja því að ráða mig til starfa. Það er fátt sem bendir til annars en það verði hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

Glæsilegt! Til hamingju með nýja starfið....!!!

Sigrún Þöll, 29.3.2007 kl. 18:56

2 identicon

Jæja Arnþór nú er farið að vora..

Bestu kveðjur 

Sigrún

Sigrún Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Sæll Arnþór. Ég les oft bloggið þitt. Langar bara til að skella á þig hamingjuósk með starfið, sterkur leikur hjá Morgunblaðinu að ráða þig, það er ómetanlegt fyrir fjölmiðil að hafa blaðafólk með sem breiðastan bakgrunn og sem ólíkust sjónarhorn. Ég er viss um að þú kemur inn með áhugaverða sýn :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 30.3.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband