Er bjargvættur Íhaldsins banamaður Framsóknar?

Ýmsir hafa horft í forundran á hvernig sjálfseyðingarhvötin hefur náð yfirhöndinni innan Framsóknarflokksins og margar skýringar heyrast á því sem gerðist um helgina. Engin er þó líklegri en sú saga, sem ég heyrði eftir heimild sem ættuð er frá Mogganum:

Bjargvættur Íhaldsins í borginni, mun hafa verið í ráðum við að hanna atburðarásina sem átti að setja á svið þegar Halldór hætti en Finnur tæki við enda góðvinur beggja. Hann gat hins vegar ekki haldið fréttinni niðri og laumaði henni til Morgunblaðsins fimmtudaginn 30. fyrra mánaðar. Eftir það varð skriðan ekki stöðvuð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist í Íslandssögunni. Hefðu menn lesið Gísla sögu Súrssonar og dregið af henni rétta lærdóma hefði atburðarásin getað orðið önnur og mun skynsamlegri. Máli mínu til skýringar vitna ég hér til vígs Þorgríms goða og vísu þeirrar sem Gísli Súrsson kvað og Þórdís systir hans, formóðir konu minnar, nam og greindi síðan bróður Þorgríms frá. Allir vita hvernig það fór, en Þórdís ætlaði svo sannarlega ekki að bana Gísla, bróður sínum og það hugðist vafalítið bjargvætturinn ekki heldur gera.

Svona er nú það. Lausmælgin er stundum lyginni verri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband