Ótrúlegt skakkafall, hluti gamals sófa týndist.

Um daginn flutti ég búslóð móður minnar í nýtt geymsluhúsnæði. Í leiðinni ákváðum við að hreinsa dálítið til, gáfum bókasafn foreldra minna bókasafni Seltjarnarness og sendum hluta búslóðarinnar í Góða hirðinn.

Ég hafði þrjá ágætismenn með mér í þessu og skoðaði ég þá hluti sem ég taldi orka tvímælis um og taldi að allt hefði komist til skila. Í dag fórum við að undirbúa búslóðina til afhendingar ættingjum. Þá kom í ljós að sófasæti og arma úr útskornum sófa vantaði. Einungis bakið var eftir.

Við stormuðum í Góða hirðinn og fengum að vita að þessi sófabekkur, með grænleitu áklæði, hefði borist í góða hirðinn á föstudaginn var og hefði verið keyptur samstundis. Nú er það einlæg von mín að hinn góði kaupandi vilji selja okkur sófahlutann aftur til þess að hann geti á ný orðið að einni heild.

Sófi þessi er hluti danskra, útskorinna húsgagna sem Ásbjörn Ólafsson keypti skömmu eftir stríð. Keypti faðir minn hluta þeirra, þrjá háa stóla, útskorið skrifborð, mikinn skáp og sófann. Á skápnum sófanum og skrifborðinu voru útskornar myndir úr leikritinu Jeppa á fjalli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu. Fyrir utan geisladiskinn ,,Ó, fylgdu mér í Eyjar út" hvar má þá finna lagið Fréttaauki - á hvaða vínylplötu eða geisladisk? Bestu kveðjur, Svanur Már Snorrason.

Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband