1. Þegar Ríkisútvarpið og Stöð tvö fjölluðu um veitingu heiðursmerkja til aldraðra sjómanna var sérstaklega tekið fram að einn verðlaunahafa væri heyrnar- og mállaus. Mikil fáfræði kemur hér fram því að í sjónvarpi kom fram að maðurinn talar táknmál. En fjölmiðlarnir hafa vafalaust haft þetta eftir Guðmundi Hallvarðssyni sem afhenti heiðursmerki dagsins. Þó minnir mig að einhver hafi sagt mér að hann hafi verið fylgjandi frumvarpi Frjálslynda flokksins um stöðu táknmálsins en ekki treyst sér til þess að styðja það vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Hann er því ekki mállaus.
2. Skipting ráðuneyta í ríkisstjórnininni varð mér annað undrunarefni. Í einfeldni mini hélt ég að Jónína Bjartmars fengi Dómsmálaráðuneytið, Björn Bjarnason Utanríkisráðuneytið, en mig grunaði ekki að Magnús Stefánsson yrði félagsmálaráðherra. Hann er talinn kunnugur sveitarstjórnarmálum en minntist ekki á málefni fatlaðra sem sannar að herferð Öryrkjabandalagsins í vor hefur farið inn um annað augað og út um hitt hjá stjórnmálamönnum.
3. Þá vakti furðu mína að Jón Sigurðsson skyldi sóttur í Seðlabankann til þess að verða ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála. Jón kemur afar vel fyrir og hefur gert ýmislegt gott af sér í þjóðmálum Íslendinga. Hann er nýtískulegur framsóknarmaðujr af gamla skólanum og ætti því að nálgast betur þau sjónarmið sem margir félagshyggjumenn innan flokksins aðhylltust í gamla daga. Ætli þeir séu annars nokkrir eftir í flokknum?
Ég sagði um daginn í eiinum pistli mínum að mér hefði jafnan verið hlýtt til Halldórs Ásgrímssonar og því þótti mér í raun sárgrætilegt að horfa upp á það hvernig vel hönnuð atburðarás fór gersamlega út um þúfur. Það kom mér ekki á óvart að almennir flokksmenn í Framsóknarflokknum skyldu rísa upp og mótmæla aðkomu Finns Ingólfssonar að formannsembætti flokksins og sýnir sambandsleysi forystunnar við umbjóðendur sína. Það er greinilegt að þeir, sem véluðu um þetta með Halldóri, eru ekki þrautreyndir skákmenn. Þegar stjórnmálaflétta er sett á svið verður að vanda hvern leik og helst sjá fyrir hverjar afleiðingar hann getur haft og helst verður að reina endataflið út. Það tókst ekki í þetta skipti og þess vegna verður útganga Halldórs ekki með þeim glæsibrag sem hann óskaði sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.6.2006 | 19:40 (breytt kl. 22:28) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.