Ólörf sjálflægni eða hreinskilni?


Þessi pistill kann að orka tvímælis en skal samt látinn flakka.

Ég velti stundum fyrir mér af hverju ég stritast við að sækja um störf á almennum markaði. Alls staðar eru lagðir steinar í götu þeirra sem þurfa að nýta skjálesara. Einn lítill +-hnappur, sem talgervill eða blindraletursbúnaður skynjar ekki, getur dugað til þess að ekki sé hægt að halda áfram skráningu við atvinnuleit eða aðra þætti sem tengjast atvinnuleysi. Á þetta jafnt við um opinberar stofnanir sem einkafyrirtæki.
Það eru sennilega 40 ár síðan ég gerði mér grein fyrir að ég væri eins konar öldubrjótur í íslensku tæknisamfélagi blindra og hvort sem mér fellur það betur eða verr virðast öldurnar enn brotna á undirrituðum. Því fylgja vissulega blendnar tilfinningar - gleði yfir því sem áunnist hefur og vonbrigði vegna þess sem eftir er. Sem betur fer hefur bjartsýnin þó orðið yfirsterkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband