Þá er komið í ljós hver er höfundur leyniskýrslnanna sem Sigmundur Davíð fjallaði um á flokksþingi Framsóknarflokksins um daginn og sumir töldu ímyndun. Morgunblaðið birti um það ítarlega fréttaskýringu í dag.
Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Pólitískur óstöðugleiki, viðvaningsháttur stjórnvalda og völt staða seðlabankastjóra eru meðal umfjöllunarefna Einars Karls Haraldssonar almannatengils í skýrslum sem hann ritar fyrir kröfuhafa föllnu bankanna um þróun mála á Íslandi.
Skýrslurnar, eða fréttabréfin, eru á einfaldri ensku og er látið ógert að laga málfar og málvillur. Einar Karl vitnar reglulega í forystumenn ríkisstjórnarinnar og álitsgjafa til að bregða upp mynd af þróun mála. Það er algengt stef að vinna við afnám hafta gangi hægt og að deilt sé um heppilegustu leiðirnar.
Skýrslurnar sem Morgunblaðið hefur undir höndum eru frá 6. mars 2014 til 30. janúar á þessu ári.
Vitnað í heimildarmenn á þingi
Í þeirri fyrstu, sem er númer 54 og dagsett 6. mars 2014, vitnar Einar Karl í heimildarmenn á Alþingi.
Miðað við það sem ég heyri úr þinginu var ekki mikið að græða á viðræðufundi sérfræðingahópsins með fulltrúum þingflokkanna. Það kom ekkert nýtt fram í greiningunni en framsetning gagna var þó ef til vill eitthvað frábrugðin. Hvað veldur þessari tregðu við að setja hlutina á borðið? Ástæðan er sögð sú að ríkisstjórnin óttist að með því að gera það muni hún svipta hulunni af áætlun sinni og taktík eða skorti á þessu tvennu, sé raunin sú að enn séu uppi ólík sjónarmið innan ríkisstjórnarinnar um hvernig nálgast eigi málið, skrifar Einar Karl en hér er lauslega þýtt úr ensku.
Athygli vekur að í skýrslu númer 52, dagsettri 16. mars, skrifar Einar Karl að Ísland hafi verið lítillækkað í samningaviðræðum um makríl [e. humiliation of Iceland], með því að Ísland hafi verið undanskilið í viðræðum ESB, Noregs og Færeyja. Málið vitni um vaxandi einangrun Íslands í alþjóðamálum.
Í næstu skýrslu, númer 53, dagsettri 29. mars, skrifar Einar Karl að íslensk stjórnvöld séu ekki tilbúin til aðgerða til afnáms hafta.
Í sömu skýrslu fjallar hann um sex messíasa í ráðgjafanefnd sem skipuð var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra hinn 27. nóvember 2013. Í skýrslu númer 55, dagsettri 12. apríl 2014, skrifar hann að heimalningar í nefndinni [e. homegrown experts] séu þekktir fylgismenn gjaldþrotaleiðar. Þeir hafi séð um kynningu á niðurstöðum hópsins. Sérfræðingar með meiri alþjóðlega reynslu hafi hins vegar gufað upp, að formanni hópsins, Sigurbirni Þorkelssyni meðtöldum. Sá hafi verið settur af [e. decapitated]. Með honum í hópnum voru Eiríkur Svavarsson, Jón H. Egilsson, Jón B. Jónsson, Ragnar Árnason og Reimar Pétursson. Benedikt Árnason og Benedikt Gíslason unnu með þeim.
Gagnrýnendur komnir í stjórn
Þá skrifar Einar Karl á sama stað að höfundar nýs Fjármálastöðugleika Seðlabankans styðji ekki gjaldþrotaleiðina. Því næst vitnar Einar Karl í grein Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar, hæstaréttarlögmanns og starfsmanns skilanefndar Kaupþings, og aðvörunarorð hans um gjaldþrotaleiðina. Það skorti á opinbera stefnu um framtíðareignarhald Arion banka. Hann hefur auðvitað á réttu að standa að stjórnvöld og Seðlabankinn fara í kringum þetta mál eins og kettir í kringum heitan graut, skrifar Einar Karl sem kvaðst greina tækifæri í því að forsætisráðherra og flokkur hans hefðu misst einokun sína, eða því sem næst, á umræðu um skuldamál og tillögur um lausnir í skuldamálum. Það hafi komið honum á óvart að skrif Jóhannesar Rúnars skyldu ekki vera gagnrýnd. Skýringin kunni að vera sú að líklegir gagnrýnendur séu nú uppteknir við að stjórna ríkinu.
Í sömu skýrslu skrifar Einar Karl að óþreyju gæti meðal innlendra aðila. Ný snjóhengja sé að myndast af krónum í eigu innlendra aðila á borð við lífeyrissjóðina.
Í skýrslu númer 56, dagsettri 3. maí 2014, skrifar Einar Karl að augljóst sé að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi misst vald til sjálfstæðra ákvarðana. Það sé almennt álitið ólíklegt að hann bjóði sig fram til 5 ára í viðbót. Sú spá var röng.
Á sama stað vitnar Einar Karl í leiðara Kjarnans 1. maí í fyrra um að samstaða sé meðal heimildarmanna ritsins um að fara gjaldþrotaleiðina.
Svo skrifar hann að önnur mynd komi fram þegar rætt sé við heimildarmenn sem standa nærri ríkisstjórninni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sé alfarið á móti gjaldþrotaleiðinni. Það sama megi segja um hagfræðinga í áðurnefndri ráðgjafanefnd.
Ríkisstjórnin geti splundrast
Sumir innanbúðarmenn í ríkisstjórninni eru þeirrar skoðunar að þrálæti varðandi gjaldþrotaleiðina geti leitt til þess að ríkisstjórnin liðist í sundur, skrifar Einar Karl.
Á sama stað segir af fundi Sigmundar Davíðs og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í Hollandi, sem lítið hafi farið fyrir [e. silent diplomacy]. Vekur sú greining athygli því sagt var frá fundinum í fjölmiðlum.
Í skýrslu númer 60, dagsettri 7. júní 2014, vitnar Einar Karl í ræðu Bjarna Benediktssonar á fundi hjá Fjármálaeftirlitinu. Þar hafi komið fram að nefnd um afnám hafta yrði stofnuð og að erlendir sérfræðingar yrðu fengnir til ráðgjafar. Skrifar Einar Karl að líta megi á þá miklu breytingu á ferlinu sem Bjarni hafi boðað sem aðeins enn annað skref hjá ríkisstjórninni í þeirri leikáætlun hennar að fresta ákvörðunum þar til kröfuhafar gefa eftir.
Hálfum mánuði síðar, í skýrslu 62, dagsettri 21. júní 2014, skrifar Einar Karl að fyrstu skref Bjarna í haftaferlinu hafi verið viðvaningsleg.
Í skýrslu númer 63, dagsettri 24. júlí 2014, skrifar Einar Karl að eftir að hafa varið ári í að gæla við heimatilbúnar lausnir hafi íslensk stjórnvöld ráðið hóp alþjóðlegra ráðgjafa til að aðstoða við ferlið að lyfta fjármagnshöftum. Umgjörð ríkisstjórnarinnar líkist orðið mjög skipulagningu ráðgjafar við kröfuhafa.
Í síðustu skýrslunni sem Morgunblaðið hefur undir höndum, sem er númer 74 og dagsett 30. janúar, segir Einar Karl það skoðun sína að uppsetning starfshóps um afnám hafta, m.a. með nýju fólki, bendi til að verið sé að undirbúa hið eina skot sem Íslandi muni leyfast í einvíginu framundan. Er þar vitnað til myndlíkingar seðlabankastjóra.
Ný þriggja flokka stjórn til umræðu
- Framsókn var sögð á leið úr stjórn Einar Karl telur í skýrslu númer 54, dagsettri 6. mars í fyrra, að augljóst sé að nýr ESB-flokkur frá hægri sé í undirbúningi. Bent hafi verið á að afhroð í sveitarstjórnarkosningum hafi leitt til skipta á stóli forsætisráðherra. Voru þá tæpir tveir mánuðir í sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí. Vísar Einar Karl til vangaveltna um að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni senn mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Samfylkingu. Einar Karl tekur þó fram að þingmenn telji þetta firru. Til upprifjunar spruttu deilur í febrúar í fyrravetur vegna þingsályktunartillögu um afturköllun ESB-umsóknarinnar. Var þá rætt um stjórnmálaaflið Viðreisn.
Hafi tapað ESB-umræðunni
Í skýrslu númer 52, dagsettri 16. mars 2014, skrifar Einar Karl að ríkisstjórnin hafi orðið undir í umræðunni um ESB-málið.
Í skýrslu númer 61, dagsettri 16. júní 2014, kemur ESB enn og aftur við sögu hjá Einari Karli þegar hann vitnar í orðróm um að fulltrúar ESB hafi lýst því yfir við EFTA-dómstólinn að verðtrygging neytendalána á Íslandi stangist á við tilskipanir og reglugerðir ESB. Sé það rétt gæti Ísland verið í djúpum skít, skrifar Einar Karl og getur þess að íslenska krónan sé óskiptanleg [e. unconvertible]. Þá skrifar hann að lesendur sínir geti fagnað; Már Guðmundsson hyggist aftur sækja um embætti seðlabankastjóra. Hann útskýrir ekki hvers vegna. Hafði Einar Karl áður skrifað í skýrslu númer 53, dagsettri 29. mars, að dómur EFTA-dómstólsins um verðtrygginguna gæti reynst koss dauðans fyrir íslensku krónuna. Sú hrakspá rættist ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.4.2015 | 08:02 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.