Vilja sitja báðum megin borðsins

Sitthvað rekur á fjörur manns á vefnum.
Eitt af elstu hagsmunafélögum landsins heldur senn aðalfund sinn. Þótt ég sé ekki í þessu félagi ákvað ég að skoða hverjir biðu sig fram ti stjórnar, enda þekkti ég allvel til þar á bæ fyrir nokkrum árum. Varð ég þess var að félagsmenn, sem vinna á vegum þess, væru í framboði.
Á 9. og 10. áratug síðustu aldar komu upp alvarleg mál í félaginu þar sem menn sátu báðum megin við borðið, sem stjórnarmenn og launþegar. Leiddi það til þess að útilokað var að leysa ákveðin ágreiningsmál og urðu úr því mikil særindi. Íslendingar virðast seint ætla að skilja hvað það þýðir að blanda saman skyldum hagsmunum. Þótt þetta fólk sé í alla staði ágætir einstaklingar rekur fyrr eða síðar að því að hagsmunaárekstrar verði og það viti ekki í hvorn fótinn eigi að stíga.

Starfsfólk hagsmunafélaga þykist oft ekki hafa nægileg áhrif á stjórn þeirra. Þó hefur starfsfólkið betri aðgang að forystu þeirra en flestir félagsmenn. Iðulega er hlustað á röksemdir starfsfólksins Það er skárra að sitja öðrum megin borðsins en að hrekjast e.t.v. á brott með særindum og jafnvel skömm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband