Komið er upp alvarlegt aðgengisvandamál sem taka þarf á.
Nokkur ráðningafyrirtæki, kaupstaðir og stórfyrirtæki hafa keypt sérstakt ráðningakerfi af fyrirtækinu Tölvumiðlun. Við fyrstu sýn reynist kerfið vel uppbyggt og flest aðgengilegt. en þegar kemur að því að velja gögn, sem miðla á með atvinnuumsókn svo sem myndum og skjölum, vandast málið. Hið sama á við um vistun og sendingu umsóknarinnar. Skjálesarinn NVDA virðist ekki ráða við þetta, hvaða brögðum sem beitt er og les hann þó flest, ef aðgengisstaðlar eru virtir. Fyrst hélt undirritaður að vandinn væri eingöngu bundinn við vistunarhnappinn, en svo er ekki.
Eins og vakin var athygli á fyrir skömmu fer því fólki fjölgandi hér á landi sem komið er yfir sextugt og er vant tölvum. Flestir, sem eru sjóndaprir eða blindir, eru einmitt á aldrinum um og yfir sextugt. Þessi hópur hlýtur að krefjast sama aðgengis að upplýsingum og tölvukerfum sem hann hafði áður.
Fyrirtækinu Tölvumiðlun hefur nú verið skrifað öðru sinni og það hvatt til aðgerða. Fleiri þarf til svo að árangur náist. Jafnframt þyrfti Þekkingarmiðstöðin að prófa kerfið með þeim skjálesurum sem í boði eru og þingmenn verða að huga að löggjöf um upplýsingaaðgengi.
Þeim, sem eru blindir eða verulega sjónskertir og sækja um vinnu á almennum markaði hlýtur að hrjósa hugur við því að teljast eins konar gölluð vara. en gallinn er ekki í einstaklingnum heldur hugbúnaðinum sem virðist ekki réttilega hannaður og leggur því stein í götu þeirra sem vilja bjarga sér sjálfir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Tölvur og tækni, Vefurinn | 8.5.2015 | 08:18 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.