Leitin að sófahlutanum árangurslaus

Í dag hringdi ég í allar hárgreiðslu- og snyrtistofur í Kópavogi til þess að spyrjast fyrir um sófasætið með grænleitu áklæði og útskornum örmum sem rataði fyrir slysni í Góða hirðinn og var selt þar sennilega 30. mars.

Ég hitti loks á konuna sem ég hafði heyrt að hefði keypt sófann. Hún ætlaði að gera það og langaði til þess, en eiginmaðurinn samþykkti það ekki.

Hún hafði látið merkja sér sófann og aflýsti kaupunum. Hún sá síðan að hópur kvenna, sem oft kemur í Góða hirðinn, var að skoða hann og sennilega hefur ein þeirra keypt sófann. Auglýsingar hafa ekki borið neinn árangur né heldur skrif Fréttablaðsins. Fangaráðið verður að fá að festa upp auglýsingu í Góða hirðinum og vona að kaupandinn hafi samband við mig, því að við höfum áhuga á að kaupa þennan sófahluta aftur. Hér er um hluta gamals og ómetanlegs ættargrips að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband