Í gær kynnti Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína í umhverfismálum í Reykjavík. Eru þar vissulega stigin mikilvæg skref í rétta átt. Hér verður einungis fjallað um tvö þeirra góðu mála sem flokkurinn ætlar að hrinda í framkvæmd:
Það er svo sannarlega kominn tími til að breikka hjólreiðastíginn sem hefst við Ægisíðu. Jafnvel ætti að skilja að hjólreiða- og göngureinarnar og samræma hvoru megin hjólað er. Á Ægisíðunni er það landmegin en þegar komið er yfir Miklubrautina snýst þetta við.
Þá eru hættulegir staðir á stígnum þar sem oft hefur legið við stórslysum. Nefna má hornið við dælustöðina skammt frá flugvellinum. Þau ósköp þarf að lagfæra.
Síðan þarf að endurskoða ýmsa aðra stíga sem liggja í alls konar hlykkjum um landið upp hóla og hæðir og eru erfiðir yfirferðar.
Að lokum skal bent á að stígurinn meðfram Eiðisgranda hefur verið ófær á kafla eftir skemmdir fyrir um mánuði. Hefði verið um akbraut að ræða væri löngu búið að gera við skemmdirnar.
Bjóða á námsfólki ókeypis í strætó. Í raun ætti þetta einnig að gilda um aldraða og öryrkja og leggja ætti öryrkjakortin niður. Örorkuskírteini TR ættu að nægja sem aðgöngumiðar. Nú fær blint og sjónskert fólk ókeypis í strætó og hefur verið svo áratugum saman. sárafáir úr þessum hópi nota vagnana. Biðstöðvar eru ekki kallaðar upp og umferð um borgina er orðin erfiðari blindu og sjónskertu fólki en áður þar sem skipulag hennar tekur í æ ríkara mæli mið af þörfum bílsins. Um leið og ljósaskiltum með nöfnum biðstöðva verður komið fyrir í vögnunum er full ástæða til að setja í þá talbúnað sem tilkynnir heiti biðstöðvanna.
Þá verður að lagfæra ýmsa hnökra sem nú eru á leiðarkerfinu og valda því að ferðir með strætisvögnum geta tekið ótrúlega langan tíma.
Til hamingju með stefnuna, sjálfstæðu græningjar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.4.2007 | 08:17 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.