Senn líður að jólum.

Dagskrá Rásar 1 hófst með jólalagi í morgun, "Nóttin var sú ágæt ein".

Við hjónin hlustum á Rás eitt á morgnana. Við kveikjum á útvarpstækinu upp úr kl. hálfsjö þegar við setjumst að morgunverði. Þá dynur oftast á eyrum okkar eitthvert poppöskur, en Ríkisútvarpið tímir ekki lengur að rjúfa sameiginlega útsendingu beggja rása fyr en með veðurfregnum kl. 06:45. Vænlegra væri þó að breyta um tónlist um það leyti sem fleistir skreiðast á fætur á morgnana og leika eitthvað bitastæðara en öskurpopp.

Í morgun voru veðurfregnirnar á sínum stað og síðan morgunbænin. Á eftir bæninni lék tæknimaðurinn, sem var á vakt, hið alkunna lag Sigvalda Kaldalóns, "Nóttin var sú ágæt ein". Við hjónin vorum sammála um að þetta væri jólalag og minnti þetta okkur á eftirfarandi sögu:

Einhvern tíma eftir miðja síðustu öld, þegar Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, var orðinn framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, vildi svo til daginn eftir þrettándann að það vantaði morgunbæn. Magnaravörðurinn hringdi til Guðmundar sem baðan að taka bara einhverja gamla bæn. Magnaravörðurinn gerði það. Þetta var þá bæn sem séra Jakob Jónsson hafði lesið inn á band og hófst þannig: "Senn líður að jólum".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er jú farið að styttast til jóla, ekki ráð nema í tíma sé tekið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 07:39

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þetta minnir á söguna um séra Magnús,sem hvers son var man ég ekki lengur.Sem á að hafa verið prestur í Ólafsvík.En hann var víst mikill áhugamaður um útgerð og aflabrögð,og að sögn ein mesti vélaviðgerðar þess tíma í fyrrnefndri vík.Hann átti víst að hafa haft það fyrir sið að láta,við páskamessuna synga sálmana eftir númerum í einkennisstöfum þeirra báta sem aflahæðstir voru um páskana.Svo segir sagan að ungur og efnilegur skipstjóri hafi keypt sér bát.Og þessi ungi skipstjóri fiskaði manna mest.En nú brá svo við að presti var ekkert um þessi aflabrögð,og skyldu menn ekkert í þessu.En málið skýrðist við páskamessuna,en aflabáturinn á að hafa haft einkennis stafina SH 82.Og Heims um ból hljómaði um kirkjuna á páskasunnudagmorgun.Ég sel þessa sögu ekki dýrari en ég keypti hana og veit ei um sannleiksgildið.Sértu kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband