Það er margt, góðviljað fólk í Sjálfstæðisfloknum. Allt of algengt er að þetta góðviljaða fólk þori ekki eða vilji ekki taka eindregna afstöðu í ýmsum álitamálum samtímans heldur fari undan í flæmingi þegar að er sótt. Þetta er einnig einkenni ýmissa framsóknarmanna og hefur leitt til þess að stefna þessara flokka í ýmsum málum er nokkuð þokukennd.
Það er leitt til þess að hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn, eða réttara sagt forysta hans, hefur átt hlut að einhverju mesta illvirki samtímans. Ekki bætir úr skák að forysta Framsóknar var samsek í málinu. Hér á ég við stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak, sem framin var að undirlagi Bandaríkjamanna, en þeir höfðu fyrst og fremst hug á að ná yfirráðum yfir auðlindum landsins. Hvorki Halldór, Davíð né Geir hafa séð ástæðu til þess að biðjast afsökunar á aðild sinni að þessu illvirki og Jón Sigurðsson fór eins og köttur kringum heitan graut þegar hann fjallaði um málið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í haust. Síðan þorði hann ekki að standa við orð sín á Alþingi.
Í morgunblaðin í dag er mikið skrifað um Írak. Flest er þar á einn veg, lýsingar á eymd, baráttu, illvirkjum, ofsóknum, einelti, fátækt, örbirgð, örvæntingu og hryggð. Allt þetta eru afleiðingar innrásar bandamanna með stuðningi hinna vinveittu ríkja.
Ein frásögnin endar á því að blaðamaður, sem greinilega hefur verið brugðið, heiti því að reyna að liðsinna konu sem mátti sæta ótrúlegum hremmingum. En hvað getur blaðamaðurinn gert? Íslendingar ætla að veita einhverjum fjármunum í að byggja upp það sem eyðilagt var í Írak. Ætla Íslendingar að bjóða fórnarlömbum trúgirni sinnar og fylgispektar við Bandaríkin skjól hér á landi?
Mikið myndi Sjálfstæðisflokkurinn vaxa í áliti ef landsfundurinn samþykkti ályktun þar sem því yrði lýst yfir að flokkurinn afturkallaði stuðning sinn við innrásina í Írak og hvetti til þess að aðdragandi stuðningsins yrði rannsakaður og þeir, sem að þeim stuðningi stóðu, yrðu látnir sæta ábyrgð. Sæmd hinna ábyrgu yrði jafnframt mikil og fordæmi flokksins einstætt á meðal vestrænna lýðræðisflokka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.4.2007 | 14:37 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.