Stjórnin heldur varla velli.

Það er skemmtilegt að fylgjast með skoðanakönnunum nú fyrir kosningar. Ég get ekki hrósað mér af því að vera pólitískur spámaður, en óneitanlega býður mér í hug að nokkrar breytingar verði á ríkisstjórn að kosningum loknum:

Fjórflokkurinn virðist vera að styrkja sig í sessi, en síðasta könnun sýnir að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstrigrænir komi mönnum á þing. Önnur framboð séu vonlaus. Íslandshreyfingin hefur misst af lestinni, Frjálslyndi flokkurinn hefur orðið kynþáttafordómum að bráð og í raun virðist Margrét Sverrisdóttir hafa dæmt sig til dauða með því m.a. að vera of seint á ferðinni með Íslandshreyfinguna. Baráttusamtökin mælast varla.

Héðan af er sennilega skást að veðja á einhvern fjórflokkanna í stað þess að kasta atkvæði sínu á glæ með því að eyða því í Baráttusamtökin, Frjálslynda flokkinn eða Íslandshreyfinguna. Þannig eygja þeir, sem vilja stjórnina feiga, von um að fá nýja stjórn og þeir, sem vilja áframhaldandi stjórnarsamstarf, geta látið sig dreyma um það.

Eins og málin horfa nú við hlýtur að fara svo að Sjálfstæðisflokkurinn freisti þess að mynda stjórn með einhverjum öðrum en Framsóknarflokknum, enda verður hann að reyna að ná vopnum sínum eins og Alþýðuflokkurinn forðum eftir viðreisnarstjórnina. En Alþýðuflokkurinn beið þess aldrei bætur að hafa verið undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins í 12 ár og sömu örlög bíða sjálfsagt Framsóknarflokksins.

Gleðilegt sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband