Þá varð mér ónotalega við þegar ég heyrði af máli verðandi tengdadóttur Jónínu Bjartmars og þótti það með ólíkindum að jafnskynsöm kona léti hafa sig út í annað eins og það sem hún var sökuð um. Ég fylgdist síðan með meintu viðtali í kastljósi föstudagsins þegar Helgi Seljan, yngri hugðist myrða umhverfisráðherra í beinni útsendingu. Þar tókust á prúðmennskan og skrýlsæðið. Það var eitthvert misheppnaðasta upphlaup nokkurs fjölmiðlamanns sem ég hef orðið vitni að. Helgi fór offari, hleypti viðmælanda sínum sjaldan að og úr varð at eins og þegar reiður griðungur ræðst á rautt klæði.
Þeir, sem rætt hefur verið við úr allsherjarnefnd Alþingis um þetta mál eru sammála um að ekkert óeðlilegt hafi verið við þessa afgreiðslu. Hitt er þó annað að stundum hefur allsherjarnefnd ekki farið jafnmjúkum höndum um fólk sem hefur ekkert til saka unnið en að vera frá svæðum sem talin eru vaasöm, eins og t.d. frá Austurlöndum nær. Ég ætla hér ekki að tíunda einstök tilvik. En slík ósamkvæmni býður jafnan hættunni heim og í þessu máli átti greinilega að gera Jónínu Bjartmars að fórnarlambi.
Það skyldi þó ekki vera að Helgi Seljan, kæmi Jónínu á þing með hamagangi sínum. Sem fjölmiðlamaður ráðlegg ég honum eindregið að athuga sinn gang og vanda umfjöllun sína um þau mál sem hann tekur fyrir. Umræður, sem einkennast af upphrópunum, frammíköllum og dylgjum eru engum sæmandi. Helgi ætti að muna þær reglur sem tíðkaðar voru í hólmgöngum til forna. Gunnlaugs saga ormstungu væri honum holl lesning.
Í stað þess að fremja pólitískt morð á viðmælanda sínum hefur Helgi framið sjálfsmorð sem sjónvarpsmaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.4.2007 | 19:00 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.