Eftir tónleikana var haldið kaffisamsæti gestum kórsins til heiðurs, en þeir voru flestir Skaftfellingar. Þar stýrði gunnþóra Gunnarsdóttir skemmtilegri dagskrá um ferðafélagið Breiðumörk og sungu tvær stúlkur ferðabrag eftir Andrés Valberg, sem kvæntur var konu austan úr Öræfum.
Við hjónin sátum hjá þessari ágætu blaðakonu, Gunnþóru Gunnarsdóttur á meðan á tónleikunum stóð. Rifjaði ég upp við hana að í næsta mánuði væru 40 ár síðan fundum okkar bar fyrst saman og hlytum við því að vera 40árum eldri en þá, þótt mér fyndist við enn allung. Rifjaði hún þá upp skemmtun okkar tvíburanna að Hofi í Öræfum þann 7. júní 1967, einkum lok hennar, en þau voru eftirfarandi:
Þegar við höfðum framið tónleik okkarn var klappað að vanda og síðan brast á grafarþögn. Sátu Öræfingar sem fastast í sætum sínum. Vissum við ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þar til Þorsteinn Jóhannsson á Svínafelli hvíslaði því að Magnúsi Sigurssyni, skólastjóra, að fólkið vildi heyra meira. Öræfingar voru svo hógværir og skemtunarfólk svo fáséð að menn kunnu ekki að klappa skemmtikraftana upp. Mig minnir reyndar að Þorsteinn hafi flutt okkur þakkir og hrósað Magnúsi Sigurðssyni, skólastjóra, fyrir hið óeigingjarna starf sem hann vann í þágu íslenskra barna, en Magnús stofnaði Hjálparsjóð æskufólks.
Oft hugsa ég til þessarar ferðar austur í Öræfiþegar við hjónin ökum þar um á leið okkar austur eða að austan og ekki síst rifjuðust upp fyrir mér ýmis atvik og orðaskipti við fólk þennan eina sólarhring sem við dvöldumst þar árið 1967, þegar við hjónin hjóluðum þar um á leið okkar austur á Stöðvarfjörð árið 1996. Þá voru liðin 29 ár frá fyrstu komu minni þangað og allt gerbreytt. Allar ár brúaðar og vegir rennisléttir, einangrunin rofin og þessi fallegi framburður, þar sem fólk sagði rn í nöfnum eins og Árni án þess að slétta t-hljóði inn í, eins og við gerum flest, að mestu horfinn.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.5.2007 | 22:28 (breytt kl. 22:50) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.