Hún ákvað að nota sér þjónustu við íbúa á Hrafnistu í Hafnarfirði og kjósa utan kjörstaðar, en sú atkvæðagreiðsla fór fram þar á fimmtudaginn var. Þegar Sólveig kom inn í kjörklefann lá þar á borðinu blað me nöfnum og listabókstöfum þeirra flokka sem eru með fólk í framboði í Suðvesturkjördæmi, enda eru ýmsir farnir að gamlast á Hrafnistu og þurfa að rifja þetta upp. Hins vegar brá svo við að strikað hafði verið undir nafn eins flokksins og kross settur framan við listabókstafinn.
Tengdamóðir mín kaus, snaraðist svo fram og lýsti þeirri skoðun sinni að þessi utankjörkosning væri ólögleg vegna uppátækis þessa. Fékk hún heldur lítinn hljómgrunn þar til einhver, sennilega úr kjörstjórn eða fulltrúi einhvers flokksins stóð upp, fór inn í klefann, kom þaðan aftur og sagðist vera búinn að krota yfir krossinn. Sólveig hélt því fram að flokkurinn væri jafnmerktur sem áður.
Ólíklegt er að frambjóðendur standi fyrir slíku, en sú saga gengur að sams konar blað hafi verið notað á öllum elliheimilum Hafnarfjarðar.
Í gæri hittum við Elín Siv Friðleifsdóttur á Eiðistorgi. Veit hún að ég kýs ekki Framsóknarflokkinn. Ég kvaðst gefa henni góð eftirmæli sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra, enda hefði hún tekið á ýmsum málum sem forveri hennar hefði látið dankast. Þótt ýmsir hafi sakað Siv um að vera leiðitöm Halldóri Ásgrímssyni á meðan hún var umhverfisráðherra, held ég því hiklaust fram að vegur Framsóknarflokksins hefði orðið meiri ef flokksforystan hefði borið gæfu til þess að styðja hana til aukinna áhrifa í flokknum.
Og á leiðinni heim í dag hittum við Jón Magnússon, sem verður sjálfsagt örlagavaldur Frjálslynda flokksins og sumir kalla útlendingahatara. Hélt ég fyrst að hann væri að heilsa vitlausum manni því að þeir tvíburabróðir minn voru saman í Frjálslynda flokknum, en Gísli forðaði sér þegar Jón og hans félagar komust til áhrifa. Áttum við vinsamleg orðaskipti þar sem ég tjáði honum andúð mína á málflutningi í garð útlendinga, sem starfa hér á landi. En við vorum báðir sammála um að við sæjum eftir Siv úr stjórnmálunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.5.2007 | 22:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.