Glámskyggn héraðsdómur

Héraðsdómur Reykjavíkur er oftar en ekki býsna glámskyggn á málsatvik. Það sýndi sig í málum Öryrkjabandalagsins gegn stjórnvöldum um síðustu aldamót og nú upphefur dómurinn fjárlög framar mannréttindum. Fyrir 30 árum stóð svo á að einstaklingur fékk ekki ávísun á lyf sem vitað var að stórbætti heilsu hans. Þá dugðu samskipti við tryggingayfirlækni áður en allt fór í hnút. Neitun nauðsynlegrar meðferðar í máli því sem hér er á dagskrá, er ein staðreynd þess hvernig er að fara fyrir íslenska heilbrigðiskerfinu. Verður það ef til vill svo að efna þurfi til söfnunar svo að lifrarbólgusjúklingar fái leyfi til að lifa lengur á Íslandi?


mbl.is Segir niðurstöðuna dauðadóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband