Er risessa ekki skessa?

Nú er hátíð í bæ, kosningar á morgun og listahátíð hafin.

Um þessar mundir setur franskt götuleikhús svip sinn á Reykjavíkurborg og fara þar m.a. risavaxnar leikbrúður. Þar á meðal er eitthvað sem kallað er risessa! Mér er sagt að þetta sé hljóðlíking orðsins prinsessa!

Ýmsum, sem aldir eru upp við íslenskar þjóðsögur, blöskrar fáfræði þeirra sem fundu þetta orð upp. Vanalega kölluðust dætur risa eða þursa skessur eða tröllskessur.

Hvað ætti bóndadóttir þá að heita? Bændessa, skólastjóradóttir skólessa? eða skælessa? Forstjóradóttir forstjóressa? Væri þá ekki nýjasta orðið yfir stúlku mannessa?

Nei, góðir hálsar! Það hlýtur að vera skessa sem kemur vitinu fyrir risann, föður sinn.

Stöndum vörð um tunguna og þjóðararfinn og sýnum tröllunum þá virðingu að kalla þau réttum nöfnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Skessa má hún heita fyrir mér, þarna tel ég að verið sé að leika sér með orðin "risa" og "prinsessa".  Orðið "skessa" hefur öðlast afar neikvæða merkingu í gegnum árin, það spilar væntanlega inn í þessa ákvörðun um að reyna að skapa nýtt nafn á risastóra leikbrúðu.

B Ewing, 11.5.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband