Ekki hefur einkavæðingin bætt þjónustu Símans við Ríkisútvarpið

Landsíminn hefur að meira eða minna leyti séð um dreifikerfi Ríkisútvarpsins svo að áratuum skiptir. Í gamla daga höfðu ýmsir starfsmenn útvarpsins allt á hornum sér vegna þessa fyrirkomulags og töldu heppilegra að Ríkisútvarpið sæi sjálft um sín mál.

Þegar internetið kom til sögunnar tóku ýmsar útvarpsstöðvar að senda út dagskrá sína á netinu og fljótlega tileinkaði Ríkisútvarpið sér þessa tækni. Er nú svo komið að fjöldi fólks nýtir sér þessa bráðgóðu þjónustu og hlustar á einstaka dagskrárliði þegar því hentar. Sjálfur hef ég reynt að ýmsir Íslendingar, sem búa erlendis, hafa hlustað á þætti mína og pistla og sent mér um það skýrslur.

Í vetur tók ég eftir því að Ríkisútvarpið hætti að senda út í víðómi (stereó) á vefnum og þótti mér það undarlegt. Áður hafði verið sent út í víðómi en rásunum snúið við þannig að vinstri rás komí hægra eyra og öfugt. Eftir margra mánaða þras tókst mér að fá Símann til að breyta þessu, en þá hafði m.a. fyrrum vefstjóri útvarpsins borið brigður á þessa fullyrðingu mína. En skömmu eftir að þessi mistök höfðu verið leiðrétt brast sem sagt á einóm.

Í dag skrifaði ég vefstjóra Ríkisútvarpsins og spurði hverju þetta sætti að einungis væri sent út í einómi. Skýringin var þessi: Síminn annast þessa þjónustu og í vetur bilaði hjá þeim leiðslan sem tengir saman vefinn og Ríkisútvarpið. Þjónustuviljinn er sem sé ekki meiri en svo að starfsmenn Símans hafa ekki séð ástæðu til að lagfæra snúruna. Þetta hefði varla gerst nema því að eins að einkafyrirtæki ríkisins, Síminn, hefur einokað þessa þjónustu. En brátt heyri hún víst sögunni til því að ríkisútvarpið ætlar sjálft að sjá um þennan þátt starfseminnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband