Konon°1

Jæja, þá er ég kominn af tónleikum heimstónlistarsveitarinnar sem haldnir voru í Listasafni Reykjavíkur. Um var að ræða mikinnn og margbreytilegan trumbuslátt auk þess sem leikið var m.a. á hið svokallaða þumalbíanó.

Ég átti ekki von á alveg jafnmiklum hávaða og raun varð á og syngur nú og ískrar í vinstra eyranu, en þar er móttökubúnaðurinn eitthvað bilaður. Ástandið lagaðist aðeins þegar við færðum okkur fjær sviðinu. Vissulega var gaman að hlýða á þennan hljóðfæraslátt og söng. Verst var þó að geta ekki fylgst með textanum.

Ég er ekki vanur afrískri tónlist. Þegar ég var í Nairóbí fyrir rúmum 14 árum heyrði ég talsvert af trumbuslætti og skemmtilegri popptónlist. Hér var fyrst og fremst um að ræða í kvöld trumbuslátt með söng og þumalpíanói sem var með 6 tóna. Náði hljóðfærið yfir níund og myndaði eins konar hljómhverfu við trumbusláttinn. Stundum var söngurinn samhljóma, þ.e. nálgaðist að vera D-dúr, en annað veifið sungu listamennirir í A-dúr.

Eingöngu var sungið i D- og A-dúr ef hægt er að tala um þessar tóntegundir, en þetta voru hinir undirliggjandi tónar. Takturinn var eins konar samba, ævinlega sami takturinn. Fyrra lagið, sem við hlustuðum á, var fremur stutt eða um 45 mín., í lítt breytilegum sömbutakti. Seinna lagið var næstum eins en nokkru styttra. Ef ég væri ekki svona laglaus hefði ég haldið því fram að sama lagið væri endurtekið örlítið stytt. En hvað sem um tónleikana má segja, komu þeir fólki í fádæmagott skap. Fólk iðaði í skinninu og dillaði sér og ég hafði næstum boðið minni heitt elskuðu eiginkonu upp í sömbu. En minnugur þess að ég er næstversti dansari Íslands ákvað ég að hlífa henni við.

Ég skil vel að BBC skyldi veita þessari hljómsveit verðlaun enda fylgir henni einhver frumkraftur.

Eftir að ég sskrifaði þennan pistil í nótt hlustaði ég á nokkur dæmi af geisladiski sem Elín keypti. Þar kannaðist ég við tóninn í hljómsveitinni og þumalpíanóið var þar öðruvísi notað. Þar nutu reyndar einnig hin ýmsu ásláttarhljóðfæri sín betur en í Listasni Reykjavíkur.

Ef til vill var tónlistin ógætilega mögnuð eða glymjandinn í Listasafninu er of mikill. En kynnið ykkur endilega þessa frumkraftstónlist austan og sunnan úr Blálandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband