Þrenns konar stjórnartilbrigði

Þá eru úrslitin ljós. Engan snillingþarf til að sjá að aðeins einn flokkur er útilokaður frá stjórnarþátttöku, Frjálslyndi flokkurinn.

Eftirfarandi kostir virðast í stöðunni:

Sjálfstæðisflokkur með Samfylkingu eða Vinstri grænum, / Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur. Það vakti athygli mína að Jón Sigurðsson nefndi í gær að Framsóknarflokkurinn væri oft kallaður til þegar vandi steðjaði að höndum og Guðmundi Steingrímssyni hugnaðist vel R-listasamstarfið. Ég gat heldur ekki heyrt annað en Bjarni Harðarson væri sömu skoðunar.

Ekki skal lagt mat á það hér hvaða kosturverði ofan á. Eitt er þó víst að ólíklegtt er að Sjálfstæðisflokkurinn telji fýsilegt að fara í stjórn með Framsóknarflokknum með minnihluta atkvæða á bak við sig og eins atkvæðis meirihluta á þingi. Stjórnarsamstarf þessara flokka er því liðin tíð að sinni.

Þá er augljóst að Framsókn verður að gera upp sín mál og skipta um formann. Ferlið, sem hófst við úrslit sveitarstjórnakosninganna í fyrra, er á góðri leið með Framsóknarflokkinn á höggstokkinn. Jón Sigurðsson er í raun fórnarlamb atburðarrásar sem hann stóð að mestu utan við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband