Í gær var hringt til mín frá Menntamálaráðuneytinu og mér tjáð að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefði ákveðið að veita Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, bókmenntafræðingi, starf forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands. Vonandi gengur henni vel að sinna starfinu.
Ég hef verið atvinnulaus frá 9. janúar í fyrra, en heldur rættist þó úr fyrir mér þegar ég fékk ráðningu sem sumarstarfsmaður Morgunblaðsins. En ég hafði um svipað leyti sótt um forstöðumannsstarf blindrabókasafnsins enda þekki ég þá stofnun allvel og átti að hluta til þátt í uppbyggingu hennar.
Ekki veit ég hvað Þorgerði gekk til þegar hún ákvað að brjóta 32. gr. laga um málefni fatlaðra en hún hljóðar svo:
32. gr. Fatlaðir skulu eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sækja. Sé að mati svæðisráðs gengið á rétt fatlaðs manns við veitingu starfs getur það krafið veitingarvaldhafa um skriflega greinargerð fyrir ákvörðun sinni í sambandi við stöðuveitinguna.
Ég man ekki til þess að þessi grein hafi nokkru sinni verið virt, en Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafa verið nær einráðir um stöðuveitingar síðan þessu lög tóku gildi.
Þá kæmi mér ekki á óvartþótt lög um jafnrétti kynjanna hefðu verið brotin. Blindrabókasafnið hefur verið kvennavinnustaður og ekki veitir af að rétta þar hlut karla.
Sérfræðiþekkingu á sviði blindra hefur verið hafnað og er því miður hætt við að ýmis sérmál svo sem framleiðsla blindraleturs haldi áfram að drabbast niður. Þetta er því heldur dapurleg byrjun hjá Þorgerði á nýju kjörtímabili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.5.2007 | 10:05 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.