Krían er komin

Í gær hjóluðum við Elín vestan af Seltjarnarnesi suður í Hafnarfjörð til sonar hennar og tengdadóttur okkar, en þau búa við Svöluás í Áslandshverfinu. Allvel gekk að komast suður úr Kópavogi. Nokkuð er óljóst hvernig best verður farið um Garðabæinn en allt tókst þetta þó.

Þegar við komum að fjarðarkaupum vandaðist heldur málið og þurftum við að fá leiðbeiningar í tvígang áður en við fundum réttu hjólaleiðina. Hafnfirðingar virðast hafa haft einstakt lag á að leggja kræklótta göngu- og hjólreiðastíga sem ekki hvata beinlínis för.

Við gistum hjá þeim hjónakornunum í nótt og héldum síðan til morgunverðar hjá samkennara Elínar. Þaðan var haldið kl. 06:45 til vinnu hennar í Öskjuhlíðarskóla og farin hópreið. Þegar við hjóluðum um Kársnesið í Kópavogi heyrðum við í nokkrum kríum og Elín sá til þeirra. Í Mogganum mínum las ég síðan að krían væri komin á Seltjarnarnes. Vonandi stendur það líka í ykkar mogga. Til hamingju, allir kríuvinir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband