Hugsanleg skrumskæling lýðræðisins

Margir bíða nú eftir úrslitum viðræðna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Einhvern veginn finnst mér að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða alvarlega við aðra en Framsóknarmenn einkum vegna þess hvað forysta Framsóknarflokksins kemur löskuð út úr kosningunum með formann sem kjósendur höfnuðu og annan ráðherra til.

Flestum ber saman um að Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknarflokksins, sé margt vel gefið. Hann er í sömu klípunni og Árni Sigfússon hér um árið þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti borgina. Meginmunurinn er þó sá að Árni var kjörinn borgarfulltrúi en Jóni var hafnað á þing.

Taki Geir þá ákvörðun að bjóða Framsóknarflokknum áframhaldandi samstarf, hlýtur hann að velta því fyrir sér hvort formaður Framsóknarflokksins geti setið í ráðheraembætti. Verði niðurstaðan sú að Framsóknarflokkurinn gerði um það kröfu og Geir léti undan, mætti þá ekki eins spyrja hvort fleiri, sem féllu í þingkosningunum, kæmust í ráðherrastól.

Niðurstaðan hlýtur því væntanlega að verða sú að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ljúki senn. Ef til vill hefur málið verið tafið til þess að Framsóknarmenn fái sjálfir ástæðu til þess að neita áframhaldandi samstarfi flokkanna nema Framsóknarflokkurinn taki þá ákvörðun að Jón setjist ekki á ráðherrastól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband