Þessi pistill var skrifaður á meðan á útvarpsprédíkun stóð.
Um þessar mundir flytur séra Hjörtur Magni Jóhannsson útvarpsprédíkun úr Fríkirkjunni við Tjörnina. Hún er full af stóryrðum í garð Þjóðkirkjunnar og flokkast í raun undir hatursáróður eins og dunið hefur á eyrum hlustenda þegar presturinn tekur til máls í útvarpi.
Þótt Þjóðkirkjan sé ekki til fyrirmyndar að öllu leyti er þó engin ástæða til að ausa hana auri og svívirða starfsmenn hennar eins og séra Hjörtur Magni gerir í prédíkun sinni með því að líkja kirkjunni við levíta eða presta Gyðinga á dögum krists.
Vafalaust er það fjárskorturinn sem rekur hann til þessarar ókristilegu prédíkunar. Úr því að söfnuðurinn, sem klauf sig úr Þjóðkirkjunni, hefur ekki lengur áhuga á að leggja tíund a af eigum sínum til stofnunarinnar, er þá nokkuð annað en að leggja söfnuðinn niður? Þá gæti séra Hjörtur Magni stofnað sinn einkasöfnuð þar sem hann gæti prédíkað í friði um hatur sitt og andstyggð á Þjóðkirkjunni.
Í raun fer það að verða tímaskekkja að útvarpsmessur séu á dagskrá ríkisfjölmiðils. Í tæknivæddu samfélagi nútímans ætti hverri kirkju að vera í lófa lagið að senda út messur sínar á netinu. Þá gætu hlustendur valið messu til að hlusta á í stað þess að njóta eða þurfa að þola ræður eins og þá sem prestur Fríkirkjunnar við Tjörnina hefur flutt í dag.
Séra Hjörtur Magni ætti að breyta um stíl og hætta að ofsækja fjendur sína. Ræður hann skyldu vera lausnamiðaðar í stað þess að byggja á andstyggð og hatri eins og halda mætti að byggi innra með honum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Trúmál, Trúmál og siðferði | 15.11.2015 | 14:08 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.