Síðustu dagar Kjarvals - listaverk í Útvarpsleikhúsinu

Síðustu dagar Kjarvals, sem Útvarpsleikhúsið flutti í dag, eftir Mikael Torfason er meistaraverk á allan hátt. Leikur, leik- og hljóðstjórn voru með miklum ágætum og nálgunin sannfærandi.
 Um leið og hlustað var rifjuðust ýmsar sögur upp af Kjarval, svo sem sú að Jónas frá Hriflu vildi sæma hann riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á afmæli hans 1935, en aðrir mótmæltu og sögðu að hann gæti átt það til að hengja hana aftan á sig og ganga með hana um Austurvöll - og svo vandræðagangurinn þegar hann var loksins sæmdur fálkaorðunni og neitaði að taka við henni. Tekinn var af öllum viðstöddum þagnareiður nema Hjálmtý Péturssyni sem sagði söguna. Jóhannes Kjarval var sjálfstætt ólíkindatól sem lét þjóðarandann aldrei segja sér fyrir verkum.
 Þau ár sem Kjarval dvaldi á Landakoti og síðar Borgarspítalanum fóru einnig af honum sögur. Og þegar hann lést var eins og hluti þjóðarsálarinnar hefði dáið með honum. Til hamingju með þetta góða höfundarverk, Mikael Torfason og aðrir aðstandendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband