Nokkur umræða hefur orðið á samfélagsmiðlum um orð forseta Íslands um hryðjuverkamenn og Schengen. Ýmsir hafa slitið þau úr öllu sambandi og einna verstur varð áfellisdómur Baldurs Þórhallssonar sem sneri flestu á hvolf samkvæmt eigin sannfæringu og hélt því fram í útvarpsviðtali að forsetinn væri orðinn sundrungarafl á meðal þjóðarinnar.
Ég fjallaði í athugasemd á Facebook um Íslamdsþáttinn, en lét Schengen eiga sig. Ég benti á þá staðreynda að Islam er sprottið upp úr sýrlensku kirkjunni og er gyðingdómur sameiginlegt upphaf kristni og Islam, sem urðu í raun ekki sérstök trúarbrögð fyrr en á 10. öld og sums staðar í Evrópu ekki fyrr en um 1100 og jafnvel síðar. Í þeirri athugasemd kom jafnframt fram að líkur bendi til þess að Múhameð spámaður hafi aldrei verið til heldur sé vitnað til spámannstitilsins Mohammad, sem þýðir hinn blessaði á Arameísku, sem var móðurmál Krists og á því tungumáli er eitt af heitum Guðs Allah.
Framsóknarmaðurinn Halldór Ásgrímsson er sagður hafa þrýst mjög á að Íslendingar gengju í Schengen-samstarfið og er sagður jafnvel hafa hótað Davíð Oddssyni stjórnarslitum ef ekkert yrði af því.
Ýmisleg í Schengensamstarfi Íslendinga hefur farið eftir því sem Bjarni heitinn Einarsson, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri spáði á flokksþingi Framsóknarmanna árið 1996, en þá kom í ljós að í utanríkisnefnd flokksins höfðu einungis þrír fulltrúar lesið samninginn í heild sinni - Við Bjarni og Siv Friðleifsdóttir. Formaður nefndarinnar hafði einungis fengið kynningu á samningnum, eins og hann orðaði það.
Morgunblaðið tekur þetta mál upp í leiðara í morgun og birtir útdrátt úr grein fyrrum forstjóra Interpol. Fer leiðarinn hér á eftir.
"Evrópa býður hryðjuverkamenn velkomna, er fyrirsögn greinar eftir Ronald K. Noble, sem var forstjóri Interpol frá árinu 2000 til 2014. Umfjöllun hans er sláandi, ekki aðeins vegna þess sem hann segir, heldur einnig vegna þess starfs sem Noble gegndi þar til fyrir skömmu. Orð hans fá annað og meira vægi fyrir vikið og verða ekki afgreidd með því að hann hafi ekki þekkingu eða skilning á umfjöllunarefninu.
Noble segir að opin landamæri Evrópu, sem geri mönnum kleift að ferðast á milli 26 landa án vegabréfaeftirlits eða landamæravörslu, sé í raun alþjóðlegt vegabréfalaust svæði þar sem hryðjuverkamenn geta framið árásir á meginlandi Evrópu og komist undan. Þetta segir hann augljósasta lærdóminn af skelfilegu hryðjuverkaárásunum í París á dögunum, en jafnframt þann sem bjóði upp á einfalda lausn: Það ætti að leggja til hliðar hin opnu landamæri, og hvert og eitt af þátttökuríkjunum ætti tafarlaust að bera öll vegabréf kerfisbundið saman við gagnagrunn um stolin og glötuð vegabréf sem alþjóðlegu lögreglusamtökin Interpol halda úti. Noble segir ekkert ríkjanna hafa skimað vegabréfin í aðdraganda nýjustu árásanna, og segir svo: Þetta er líkt því að hengja upp skilti þar sem hryðjuverkamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu. Og þeir hafa þegið þetta heimboð.
Noble bendir á að Bretar, sem hafi byrjað að bera vegabréf saman við gagnagrunn Interpol í kjölfar hryðjuverkaárásanna 2005, skoði nú um 150 milljón vegabréf á ári, meira en öll hin ríki Evrópusambandsins samanlagt, og finni þannig meira en 10.000 einstaklinga á ári sem séu að reyna að komast inn í landið.
Í gagnagrunni Interpol séu yfir 45 milljón vegabréf og skilríki sem hafi týnst eða verið stolið og Bandaríkin, sem hafi forystu um landamæravörslu í heiminum, beri meira en 300 milljónir gagna árlega saman við gagnagrunn Interpol. Bandaríkin eru öruggari fyrir vikið, segir Noble, sem bendir á að opin landamæri án viðeigandi eftirlits með skilríkjum séu vatn á myllu hryðjuverkamanna. Það er einfaldlega óábyrgt að kanna ekki gaumgæfilega öll vegabréf eða kanna auðkenni við landamæri á tímum alþjóðlegrar hryðjuverkaógnar, segir Noble, og bætir við að löng reynsla hans segi honum að það sé mun líklegra að hryðjuverkamönnum takist að fremja ódæðisverk sín ef ríki kanna ekki almennilega skilríki þeirra sem fara yfir landamæri þeirra.
Hér á landi hafa umræður um Schengen verið á villigötum og byggst á þeirri tálsýn að ytri landamæri svæðisins séu varin. Nú er komið í ljós með óyggjandi hætti að svo hefur ekki verið og litlar líkur á að svo verði nokkurn tímann, í það minnsta ekki í náinni framtíð.
Þá hefur því verið haldið fram að aðild að Schengen sé forsenda þess að geta haldið uppi nauðsynlegu eftirliti með glæpamönnum, en það hafa því miður reynst öfugmæli. Og eins og fram kemur í skrifum fyrrverandi forstjóra Interpol er aðgangur að gagnabanka þeirrar alþjóðlegu löggæslustofnunar fjarri því að vera háður því skilyrði að ríki séu í Schengen-samstarfinu.
Áköfustu áhugamenn um sífellt aukinn samruna innan Evrópusambandsins mega ekki heyra á það minnst að fallið sé frá mislukkuðu Schengen-samstarfinu, enda telja þeir samstarfið mikilvægt skref í átt að markmiðinu um evrópskt stórríki sem er öllu öðru heilagra. Slíkir menn hafa stigið fram og kvartað sáran undan umræðunni um Schengen hér á landi, meðal annars vel ígrunduðum varnaðarorðum forseta Íslands.
Engan þarf að undra að þeir sem taka engum rökum þegar kemur að þróuninni innan Evrópusambandsins eða aðildarumsókn Íslands að sambandinu skuli einnig þráast við í tengslum við Schengen-umræðuna nú. Erfiðara er að sjá hvers vegna þeir sem ekki sjá Evrópusambandið sem upphaf og endi alls vilja verja þetta misheppnaða og hættulega landamærasamstarf."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.11.2015 | 10:45 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.