Uppfinning sem getur valdið straumhvörfum í framleiðslu vistvænnar orku

Dagblað alþýðunnar, sem Íslendingar hafa aldrei kallað Alþýðublaðið, greinir frá því í dag (á morgun, þriðjudaginn 12. apríl) að kínverskum vísindamönnum hafi tekist að búa til sólarrafhlöður sem framleiða rafmagn á sólríkum dögum sem í rigningu.
Rafhlöðurnar eru húðaðar með grafími sem hefur ofurleiðni. Í regnvatninu eru ýmis efni sem mynda rafhleðslu. Enn eru þó þessar rafhlöður ekki samkeppnishæfar við aðrar sólarrafhlöður, en vísindamennirnir halda því fram að hér sé um enn eitt skrefið að ræða í fjölbreyttum orkugjöfum sem eru vistvænir.
Hér er frétt blaðsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband