Réð hræðslan við yfirburðaþekkingu ríkjum?

Enn færist fjör í forsetaleikinn. Í gær voru það stakhendur Höllu Oddnýjar Magnúsdóttur og nú bætist við hræðslan við þekkinguna.
Fyrrum ráðherra sagði mér í dag að þau hjónin hefðu rætt sín á milli í gær að sennilega hefði hræðsla við væntanlegt framboð Guðna Th. Jóhannesar ráðið mestu um að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa á ný kost á sér, enda hefði Guðni söguna á valdi sér og yrði því sem forseti í kjörstöðu til þess að nýta sér hið liðna þegar taka þyrfti afdrifaríkar ákvarðanir. Einnig er sagt að almannatengill nokkur sé sömu skoðunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband