Guðsgjöf kallar Tyrklandsforseti herforingjauppreisnina.
Margt kringum Erdogan er dæmalaust og sumir myndu halda því fram að hann gengi vart heill til skógar.
Þó er hitt víst að ýmsir, sem stefna að ákveðnu marki, fara krókaleiðir og nema víða staðar. Stundum láta þeir eins og þeir hrekist undan andstæðingum og sópi um leið með sér ýmsu sem verður á leið þeirra. Dæmin eru þekkt hér á landi þegar stjórnmálamenn ætla sér að eyðileggja stofnanir eða breyta þeim en halda um leið uppi vörnum fyrir þær.
Af því, sem skrifað hefur verið á netinu um Erdogan og byltingartilraunina, má ráða að ýmislegt sé gruggugt við hana. Orð Erdogans um Guðs gjöf bera því vitni að hverju hann hefur stefnt og áætlunin virðist hafa verið tilbúin.
1. Einungis lítill hluti hersins virðist hafa staðið að valdaránstilrauninni og henni var hrint af stokkunum þegar forsetinn var víðs fjarri öllu fjölmiðlasambandi.
2. Á undraskömmum tíma er hreinsað út úr hinum ýmsu dómstólum landsins og vafalítið þægir menn settir í staðinn. Hverjir skyldu velja þá?
3. Guðsgjöfin er sú að Erdogan notfærir sér manngerðan guð til þess að réttlæta framferði sitt. Það er þannig og hefur ævinlega verið svo, að menn hafa notað hugtakið Guð, sem er manngert í ýmsum myndum á öllum tímum, til að réttlæta gjörðir sínar.
Lokaspurningin er því sú hvort munur sé á hinum manngerðu guðum og almættinu? Hefur maðurinn ekki frá örófi alda búið sér til ímyndir til þess að beita þegar hann þarf að efla sig með einum eða öðrum hætti, biðjast afsökunar eða fremja ódæði, allt í nafni einhvers ímyndaðs valds sem hann hefur sjálfur búið til?
Í raun og veru er guðfræðin byggð á blekkingum sem kunna einatt að styrkja sjálfsmynd manna. Þar er Erdogan gott dæmi og slíkir einstaklingar finnast í öllum trúarbragðahópum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | 17.7.2016 | 10:52 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.