Hvað er á seyði í Framsóknarflokknum?

Stundum verða atburðir í íslenskum stjórnmálum sem jaðra við hörmungar.
Meint endurkoma formanns Framsóknarflokksins í íslensk stjórnmál og yfirlýsingar hans er slíkur atburður. Formaðurinn virðist veruleikafirrtur og skynjar ekki andrúmsloftið í kringum sig.
Halda mætti að framsóknarmenn séu haldnir sjálfseyðingarhvöt ef heldur fram sem horfir og lítil döngun virðist í forsætisráðherranum ef hann skynjar ekki sinn vitjunartíma og tekur í taumana.
Hætt er við að þessi atburðarás endi með ósköpum. Slíkir atburðir urðu á síðustu öld og tengdust Framsóknarflokknum. Menn ættu því að gjalda varúð við því hvert stefnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband