Stílbrot og tímaskekkja

Nú stendur yfir aðdragandi þess að nýr forseti verði settur í embætti forseta Íslands. Er honum og fjölskyldu hans árnað heilla.

Einhver tímaskekkja er í því fólgin að hefja athöfnina á guðsþjónustu. Þjóðin kaus forseta og því má telja eðlilegt að þjóðkjörinn fulltrúi setji forseta í embætti.

Miðað við að Alþingi sé æðsta stofnun ríkisins ætti því forseti þess að helga embættið hverju sinni og lesa forseta eiðstaf, en hvorki biskup né forseti Hæsta réttar. Biskup er ekki þjóðkjörinn heldur valinn af fámennum hópi. Þessi athöfn er því hvort tveggja, stílbrot og tímaskekkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband