Í dag var Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir, eiginkona Stefáns Bróðurmíns, jarðsungin frá Landakirkju, en þessi góða mágkona mín lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 1. Október á 86. Aldursári. Í dag greindi frænka mínn mér frá því að nokkrum dögum fyrir andlát sitt hefði Sirrý sagt gangastúlku og annarri dóttur sinni að Bryndís mágkona sín kæmi að sækja sig á laugardaginn kemur.
Hugur mannsins er flókið fyrirbæri og kemur stöðugt á óvart og einhverjir hefðu sagt að vegir Guðs væru órannsakanlegir..
Meðfylgjandi minningargrein birtist í Morgunblaðinu í dag, 8. Október.
Móðir mín ól tvær kynslóðir í þennan heim á 23 árum. Mágkonur mínar, þær Sirrý, Bryndís og Dóra, voru því stundum ígildi móður minnar þegar foreldrarnir voru af bæ, enda var ég á svipuðum aldri og bræðrabörnin.
Sirrý var glaðlynd kona og góðlynd. Hún hafði gott lag á börnum og lét þau hlýða sér ef þess þurfti. Hún var mannvinur og sáttasemjari, sem einatt var leitað til þegar draga þurfti úr ýfingum milli manna. Stefán sagði móður okkar eitt sinn að þeim hefði aldrei orðið sundurorða í hjónabandi sínu.
Minningarnar hópast að. Um aðventuleytið 1959 sáu þau Sirrý og Denni um heimilið að Heiðarvegi 20 á meðan móðir okkar var með Helga bróður í Reykjavík, þar sem hann barðist við hvítblæðið sem dró hann til dauða árið eftir. Þær Guðrún og Systa voru kærkomnir leikfélagar. Töluðum við ótal margt og reyndum enn fleira.
Þá hafði sá siður komist á að gefa börnum í skóinn og varð það til þess að við sofnuðum stundum seint. Oft var kveikt frammi á gangi og skein ljósgeislinn á sængina hjá okkur. Við komumst að því að englar væru þar á ferð. Stundum reyndum við a ýta þeim á brott, en hvernig sem við kuðluðum sænginni fóru þeir hvergi.
Þeim hjónum var einstök gestrisni í blóð borin og einhvern veginn fór það svo að við kynntum iðulega fyrir þeim gesti sem að garði bar. Móttökurnar voru hlýlegar og alltaf eitthvað gómsætt á borðum. Kvöldið fyrir skírdag 1971 fórum við í heimsókn á Boðaslóðina og fengum firnagóða rjómatertu. Kvöldið eftir spurði pabbi hvort við ættum ekki að heimsækja Sirrý um helgina og hjálpa þeim hjónum með kökuna. Leikar fóru svo að hún var nýtt á föstudaginn langa handa fjölskyldu og vinum sem komu til að votta samúð sína vegna andláts hans.
Sirrý var einkar næm á aðstæður og tilfinningar fólks. Vorið 1987 átti ég erindi til Eyja og bauð með mér konu nokkurri, sem varð síðar eiginkona mín. Við héldum að engan grunaði að um samdrátt væri að ræða, en mamma trúði mér fyrir því að Sirrý hefði sagt sér að greinilega væri þetta ástarsamband, því að hún horfði á hann með svo mikilli væntumþykju. Auðvitað voru þetta góðar fréttir.
Stefán lést árið 2000 og syrgði hún hann mjög. Naut Sirrý þess að tala um hann og segja frá ýmsu sem borið hafði við um ævina. En smám saman fann hún glaðlyndi sitt á ný og hefur umhyggja afkomenda hennar vafalítið stuðlað að því. Á ég þar við Guðrúnu og Systu, afkomendur þeirra og eiginmenn.
Við hjónin heimsóttum Sirrý í síðasta sinn í sumar. Hún var glöð að vanda en hugurinn reikaði víða og athafnaþráin lýsti sér í orðræðum hennar um að hún ætlaði nú að fara að pakka saman og halda heim af sjúkrahúsinu. Margt rifjuðum við upp. Þú varst nú stundum óttalega óþægur við mig, sagði hún. Kannaðist ég vel við það og bað hana fyrirgefningar. Ef þú kyssir mig á kinnina, svaraði hún og hlýddi ég því.
Við Elín biðjum sál hennar allrar blessunar og vottum þeim Guðrúnu, Systu og fjölskyldum þeirra samúð okkar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 8.10.2016 | 16:42 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.